Hugur - 01.01.1995, Síða 63

Hugur - 01.01.1995, Síða 63
HUGUR Reikniverk og vitsmunir 61 reglum kerfisins. Val milli þessara möguleika breytir engu um gildi rökfrærslu en það ræður úrslitum um hvort hún rennur fram með glæsibrag eða haltrar einhverjar krókaleiðir. Setningar sem leiða til boðorða af þessu tagi gætu til dæmis verið „þegar minnst er á Sókrates notaðu þá samleiðuna Barbara“ eða „Hafi verið sýnt fram á að ein aðferð sé fljólegri en önnur þá skaltu nota hana“. Sum þessi boðorð kunna að vera „fengin frá æðri stöðum“, önnur geta verið sköpuð af vélinni sjálfri til dæmis með vísindalegri aðleiðslu. Sumum lesendum kann að virðast að hugmyndin um vél sem lærir sé þversagnakennd. Hvernig geta reglurnar sem vélin vinnur eftir breyst? Þær eiga að lýsa því nákvæmlega hvernig vélin bregst við hvað sem á daga hennar drífur, og hvaða breytingum sem hún verður fyrir. Þessar reglur eru þannig óbreytilegar frá einum tíma til annars. Þetta er allt rétt. En lausnin á þessari þversögn er að reglurnar sem breytast í námsferlinu eru ekki svona miklar með sig, þær láta sér nægja að krefjast tímabundinna valda yfir vélinni. Lesandinn getur fundið hliðstæðu þar sem er stjórnarskrá Bandaríkjanna. Mikilvægt einkenni vélar sem lærir er að oft veit kennarinn lítið um hvað er að gerast innan í henni, þótt hann kunni samt sem áður að vera fær um að sjá hegðun hennar fyrir að einhverju leyti. Þetta mundi einkum eiga við á seinni stigum náms hjá vélbarni sem er hannað (eða forritað) með aðferðum sem mikil reynsla er komin á. Þetta er greinilega ólíkt því sem vanalega gerist þegar vélar eru notaðar við útreikninga. Þá reynir maður að gera sér skýra mynd af stöðu vélarinnar á hverju stigi útreikninganna. Þetta markmið næst ekki án erfíðis. Sú skoðun að „vélin geti aðeins gert það sem við vitum hvernig á að skipa henni að gera“ virðist undarleg í ljósi þessa.^ Flest forrit sem við getum látið í vélina hafa þau áhrif að við getum ekki séð neitt vit í hegðun hennar eða hún sýnist algerlega handahófskennd. Ætla má að vitsmunaleg framkoma felist í að víkja frá þeirri fullkomnu reglufestu sem beitt er við útreikninga. En þetta frávik er aðeins lítilsháttar og veldur hvorki handahófskenndri hegðun né tilgangslausum endurtekningum sem fara hring eftir hring. Önnur mikilvæg afleiðing þess að búa vélina undir hermileikinn með námi og kennslu er að hættunni á „mannlegum mistökum" er vikið til 3 Samanber ummæli frú Lovelace, en í þeim kemur orðið „aðeins" ekki fyrir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.