Hugur - 01.01.1995, Side 64

Hugur - 01.01.1995, Side 64
62 Alan M. Turing HUGUR hliðar með fremur eðlilegum hætti, þ.e. án sérstakrar „þjálfunar“. (Lesandinn ætti að reyna að koma þessu heim og saman við þau sjónarmið sem sett eru fram á blaðsíðu 50.) Útkoman úr námi er aldrei hundrað prósent örugg. Ef hún væri það þá væri engin leið að gleyma því sem numið var eða venjast af því. Sennilega er skynsamlegt að byggja slembiþátt inn í vél sem á að geta lært. Það er gagnlegt að geta látið hendingu ráða þegar leitað er lausna á vandamáli. Hugsum okkur til dæmis að við viljum finna tölu milli 50 og 200 sem er jöfn þversummu sinni í öðru veldi. Við gætum byrjað á 51 og reynt svo 52 og haldið þannig áfram þar til talan fínnst. En við gætum líka valið tölur af handahófí þar til lausn er fundin. Þessi aðferð hefur þann kost að við þurfum ekki að halda til haga upplýsingum um hvaða tölur er búið að prófa, en þann ókost að við gætum lent tvisvar á sömu tölu, en þetta gerir lítið til ef það eru margar lausnir á dæminu. Kerfisbundna aðferðin hefur þann galla að leitin getur byrjað á að fara yfír stórt svæði þar sem er engin lausn. Nú má líta á námsferlið sem leit að hegðunarháttum sem uppfylla skilyrði kennarans (eða einhver önnur skilyrði). Þar sem viðunandi útkomur eru trúlega mjög margar virðist handahófskennd aðferð betri en kerfisbundin. Það er athygli vert að handahófsaðferðin er notuð í hliðstæðu ferli sem er líffræðileg þróun. En þar er ekki hægt að koma kerfisbundnu aðferðinni við, því hvernig ætti að halda því til haga hvaða samröðun erfðaþátta er búið að reyna eins og þarf að gera til að komast hjá því að prófa sömu lausn aftur? Við getum gert okkur vonir um að vélar muni á endanum keppa við menn á öllum sviðum þar sem árangur ræðst eingöngu af vitsmunum. En á hvaða sviðum er best að byrja? Meira að segja þessi spurning er erfíð. Margir telja að best sé að byrja á einhverju mjög sértæku sviði eins og til dæmis skák. Það má einnig halda því fram að best sé að láta vélina fá fullkomnustu skynfæri sem keypt verða fyrir nokkurt verð og kenna henni svo að tala og skilja ensku. Þetta ferli yrði svipað venjulegu námi hjá börnum. Það yrði bent á hluti og sagt hvað þeir heita o. s. fr. Enn og aftur veit ég ekki hvað er rétt að gera, en ég held að það ætti að reyna báðar þessar leiðir. Við sjáum aðeins skamman spöl fram á veginn, en við getum samt séð mjög margt sem þarf að gera. Atli Harðarson þýddi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.