Hugur - 01.01.1995, Síða 96

Hugur - 01.01.1995, Síða 96
94 Atli Harðarson HUGUR Taflmennirnir eru tákn því það skiptir engu máli úr hvaða efni þeir eru, hvað þeir eru stórir eða hvernig þeir líta út. Það dugar að þeir þekkist í sundur og það sé ljóst eftir hvaða reglum þeir hreyfast. Ef einhverjir vilja nota brauðsneiðar fyrir reiti á skákborði, tómata fyrir peð og gulrætur fyrir biskupa þá er það allt í lagi. Fylgi þeir aðeins reglunum þá er leikurinn sem þeir leika fullgild alvöruskák. Það er líka fullgild alvöruskák þótt myndir á tölvuskjá komi í staðinn fyrir taflmenn úr tré. En mynd á tölvuskjá getur ekki komið í staðinn fyrir körfubolta. Það er ekki hægt að leika raunverulegan körfubolta með henni. Með þessu er ekki sagt að útilokað sé að smíða vélmenni, sem getur leikið körfubolta en það vélmenni verður að geta gert fleira en að möndla með tákn. Það verður að geta hoppað, hlaupið og gripið bolta.8 Það sem hér hefur verið sagt um taflmenn gildir um öll tákn. Það eina sem skiptir máli er að þau þekkist frá öðrum táknum í stafrófínu eða því safni tákna sem er í notkun. * Sú saga er sögð af hagfræðingnum Keynes að hann hafi eitt sinn verið spurður hvort hann hugsi fremur í myndum eða í orðum og hann hafi svarað: „Eg hugsa í hugsunum.“ Spurningin sem var borin fyrir Keynes minnir á að fólki er tamt að líta svo á að það hugsi í einhvers konar merkjum sem geta t.d. verið myndir, orð eða hljóð. Ein útgáfa af þessari hugmynd er að hugsun sé í þvi fólgin að möndla með tákn. Þessa kenningu ætla ég að kalla formhyggju um hugsun. Formhyggja (eða formalismi) á sér langa sögu9 og birtist til dæmis í ýmsum myndum í heimspeki 17. aldar meðal annars í ritum Thomasar Hobbes sem taldi að hugsun væri ekki fólgin í neinu öðru en því að færa tákn fram og til baka í huganum.10 Annar heimspekingur á 17. öld sem setti fram merkilegar kenningar um mannshugann var René Descartes. Hann þóttist hafa uppgötvað að mannshugurinn sé af allt öðru tagi en efnishlutir. í riti sínu Orðrœðu um aðferð segir hann: 8 Þessi samanburður á körfubolta og skák er að nokkru fengin að láni úr Haugeland 1985. 9 Nokkrir kaflar úr þessari sögu eru sagðir í Pratt 1987. 10 Hobbes fjallar um þetta efni í Leviathan l:v, Hobbes 1962 bls. 81 o.áf.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.