Hugur - 01.01.1995, Side 111

Hugur - 01.01.1995, Side 111
HUGUR Vélmenni 109 með geti öðlast merkingu með sama hætti. Vél getur tengt tákn við önnur tákn og hún getur líka tengt þau við boð frá umhverfinu og viðbrögð við þeim. Ef Searle heldur að við getum gefið orðum okkar og hugsunum merkingu með einhverjum öðrum hætti en þessum þá er ég hræddur um að honum skjátlist.27 f greininni frá 1980 reynir Searle að svara mótbárum af þessu tagi. Hann ræðir þann möguleika að hann sé ekki Iokaður inni í herbergi heldur komi í stað stjórntölvu vélmennis. Hann fær tákn á miðum inn um lúgu en nú koma sum þeirra frá skynjurum og nemum sem tengdir eru við vélmennið og gegna hlutverki skynfæra. Searle skilar táknum út um lúgu og nú lenda sum þeirra í klónum á vélum sem hreyfa liðamót vélmennisins.28 Searle álítur augljóst að þetta breyti engu. En er eitthvað augljóst í þessu efni? Þegar hingað er komið minna rök Searle á rök sem þýski heimspekingurinn Leibniz setti fram gegn þeirri skoðun að vél geti búið yfir skynjun eða meðvitund. Þessi rök eru í 17. grein Monadologie sem Leibniz sendi frá sér árið 1714. Hann segir: Við verðum einnig að viðurkenna að það er ekki hægt að skýra skynjun og það sem á henni byggist með vélrænni skýringu, það er 27 Hér hef ég ýmsa af merkustu málspekingum aldarinnar eins og Ludwig Wittgenstein og Willard von Orman Quine á mínu bandi. Sjá Quine 1960 2. kafli og Quine 1969 bls. 29 o.áf. og Wittgenstein 1978 greinar 138-242. - Rök Quine sýna að ekkert 1 hegðun manna og atferli geti gefið orðum þeirra merkingu þannig að útilokað sé að tvær þýðingar sem stangast á geti verið jafnréttar. Af þessu dregur Quine þá ályktun að merking eða inntak af því tagi sem heimspekingar eins Frege, Brentano og margir fleiri hafa viljað eigna mannlegri hugsun sé ekki til. - Þau rök Wittgensteins sem ég vísa í eru kölluð einkamálsrökin. Sú túlkun þeirra sem ég styðst við er fengin frá Saul Kripke (sjá Kripke 1982). Samkvæmt henni sýna þessi rök að niðurstaða Quines er rétt. En Wittgenstein byggir ekki á heimspekilegri atferlishyggju eins og Quine heldur sýnir fram á að það sem gerist í huga mælanda getur ekkert frekar neglt fasta merkingu við orð hans heldur en hegðun sem er sýnileg öðrum. - Hafi þessir heiðursmenn rétt fyrir sér, eins og ég held að þeir geri, þá hefur mannlegt mál innihald eða merkingu með þeim eina hætti að setningar og tákn tengjast öðrum setningum og táknum og þetta kerfi tákna og setninga tengist reynslu manna og athöfnum á ýmsa vegu. Þessi losaralegu tengsl málsins við umheimin duga ekki til þess að negla sértæk fyrirbæri eins og yrðingar föst við orð okkar og hugsanir. En þau duga ágætlega til að við getum ræðst við og notað málið á alla þá vegu sem við gerum. - Um túlkun Kripke á einkamálsrökunum má lesa í grein Eyjólfs Kjalars Emilssonar 1992. Öfugt við mig vill Eyjólfur hrekja þessi rök. 28 Sjá Searle 1980 bls. 76-7.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.