Hugur - 01.01.1995, Síða 113

Hugur - 01.01.1995, Síða 113
HUGUR Vélmenni 111 Rök Searle sanna semsagt ekki neitt. En það er ekki þar með sagt að niðurstaða hans sé röng. Málið er enn opið. 6. Kafli: Niðurstöður Eg get hvorki fullyrt að Turing hafi haft rétt fyrir sér né að hann hafi haft rangt fyrir sér. Niðurstöður þessara bollalegginga eru ekki svo ótvíræðar. Mér er líklega óhætt að segja að svo framarlega sem formhyggja um hugsun og skilning er rétt kenning sé fræðilega mögulegt að gæða tölvur hugsun og skilningi, en ekki sé þar með sagt að mönnum muni nokkru sinni takast það. Það er efni í aðra ritgerð að fjalla um að hve miklu leyti formhyggja fangar eðli hugsunarinnar en mér finnst afar ósennilegt að hún geri það að öllu leyti. Það eru engin skörp skil milli hugsunar annars vegar og hvata, geðshræringa, skynjunar og athafna hins vegar. Allt þetta skarast og að svo miklu leyti sem hugsun skarast við hvatir, geðshræringar, skynjanir og athafnir felur hún í sér eitthvað meira en það eitt að sýsla með tákn. Það er ekki víst að þetta útiloki að hægt sé að forrita tölvur þannig að þær hugsi svipað og menn því það er hægt að láta tölvur herma eftir sérhverri reglu sem lesa má úr mannlegu hugarstarfi. Af þessu leiðir þó ekki að hægt sé að láta tölvu herma í senn eftir öllum reglum sem mannsheilinn fylgir eða haga sér að öllu leyti eins og maður. Sé hægt að fanga allt eðli mannlegrar hugsunar og skýra alla mannlega hegðun með endanlegum fjölda af reglum um starfsemi heilans þá ætti tölva að geta haft mannsvit að svo miklu leyti sem hægt er að forrita hermilíkan af þessum reglum. Rök sem menn hafa fært fyrir því að svona reglur séu annað hvort ekki til eða að ekki sé hægt að forrita hermilíkan af þeim þannig að það vinni sömu verk og heilinn eru ekki mjög sannfærandi. Ýmist eru þau of óljós til að hægt sé meta þau af nákvæmni eða einfaldlega ógild eins og hin frægu rök Searle. Enn sem komið er vita menn of lítið um sitt eigið hugarstarf til að geta sagt neitt ákveðið um að hve miklu leyti það felst í vinnu með tákn og að hve miklu leyti hægt er að láta tölvu fanga eðli þeirra þátta sem eru ekki fólgnir í vinnu með tákn. Við vitum ekki hvemig mannsheili vinnur. Raunar vita menn ekki einu sinni hvernig miðtaugakerfi í frumstæðu dýri eins og flugu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.