Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Síða 53
ALMANAK
29
I fornsögu kartöflunnar, í hinum beru fjallahlíö-
um suður í Chile, þar sem hún á sinn fæðingar-
lirepp, óx jurtin einvörðungu frá berávexti eða
fræi. Og jafnvel enn í dag ber hver heilbrigð kart-
öflujurt, er vex óræktuð í hinum hálendu héruðum
Andesfjalla, mörg fræ. En margra ára ræktun
eyðilagði fræið og kartöfluræktin grundvallaðist á
rótarvextinum einum. Því segir í íslenzkri grasa-
fræði: “En ræktuð kartöfluplanta getur ekki bor-
ið ávöxt.” — Ef stöku jurt bar ávöxt, gaf enginn
minsta gaum að því. — Og of margir mannanna
hugsa fremur um hvers dags arð, en framþróun og
umbót.
Luther Burbank segir sjálfur svo frá, að enginn
annar en hann hafi fundið fræ á kartöflutegund
þeirri, er Early Rose nefnist. Um nokkurra ára hil
bauð h^.nn 5 dala verðlaun fyrir slíkt kartöflufræ,
hverjum þeim er færði honurn það. En það verð-
launaboð rcyndist árangurslaust.
Dag einn fann hann eitt slíkt frækorn. Með
þolinmæði beið hann þroska þess. En svo hvarf
það honum og fanst hvergi. Eftir langa leit fann
hann það loks, skarnt frá móðurjurtinni. Taldi
hann víst, að fénaður liefði felt það af jurtarleggn-
um. —
í maímánuði 1872, hélt hann á einu frækorni
svo smávöxnu, að tíu samkyns fræ væru heldur
rninni en einn meðal títuprjónshaus. Út af þessu
beri fæddist Burbank-kartaflan. — Síöastliðin 49
ár liafa vaxið af þessu eina smáfræi, rneira en sex
hundruð miljónir mæla af þessari kartöflutegund.
— Felst í þessu æði merk áminning um ávöxt-
inn af fræi ills og góðs — einnig í lífi vor mann-
anna.
Frá frækorni þessu hafa æxlast 23 tegundir og
enn fleiri aftegundir. Þessar tegundir voru allar
harla ólíkar. Sumar gáfust ekki vel. Sem dæmi
þess var ein kartöflutegund, löng, rauð og harla