Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Qupperneq 55
ALMANA-K 31
hann og hætti með sandi og áburði. Nú er þar ald-
ingarður.
Burbank var engan veginn ánægður með'tskju-
aukan einann. Þótt árstekjur hans síðan 1884
væru 10 þúsund dalir og aftur 10 þúsund, fullnægði
það honum alls ekki. Hann dreymdi ekki aðeins
um auknar tekjur og jarðabætur, heldur um jurta-
bætur — nytsamari ávexti og fegurri blóm. Reit,
sem var 18 ekrur, helgaði hann tilraunum í þá átt.
Og beztu þroskaárum æfinnar varði hann til þess
starfs. Hugur hans beindist meir og meir að um-
bótum og kynblöndun ýmsra jurta, ávaxta og
blóma. Yrði bæði erfitt og óþarft í slíkri alþýðu-
grein, sem þessi er, hið margvíslega starf, er Bur-
bank hefir unnið í því efni. Loks náði hann þó við-
urkenningu. Frægð hans flaug um allan heim.
Landkönnuðir, trúboðar, kennarar, ferðamenn,
grasáfræðingar, sjómenn og innfæddir Indíánar,
frá Norður-Ameríku og frá Suður-Ameríku, færðu
honuín jurtir, jurtafræ og ávexti frá yztu endi-
mörkum jarðarinnar. Mest fanst honum þó um
þekking Indíána á fátíðum jurtum og blómum.
Jurtirnar eru, öllu fremur en menn og dýr, háð-
ar tveim öflunr. erfðum og umhveríi. Breytiþróun
jurtanna, án hjálpar mannsins, er því harla bæg-
fara. Kynslóðir mannanna sjá þar engan mun, sé
ekkert að gert. Bf til vill er þar á ýmsnm sviðum
engin eða örlítil breyting alla æfitíð mannkynsins.
En jurtirnar læra að lúta lögmáli lífsins og örlög-
um sínum í því umhverfi, er þær eiga samastað í.
Smám saman lagar líf jurtarinnar sig eftir þeim
skilyrðum, er hún virðist dæmd til að búa við, Fyr-
ir kemur það þó, að hið hulda líf jurtanna getur
tekið snöggum og óvæntum breytingum. —
Hér getur því komið til greina það, sem eg hygg
að mætti nefna hið jurtafræðislega Ijósmóðurstarf
manna sem Luther Burhanks, er kynna sér þessi
öfl til hlítar og beina þeim, fyrir betra umhverfi —