Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Page 56
32
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
jarðveg og loftslag — og bætt kynferði, til meiri
fegurðar, æðri þroska og aukinnar nytsemi.
Ýmsar eyðimerkurjurtir sýna bezt áhrif urn-
hverfisins. Annaðtveggja eru þær, flestar eða all-
ar, beiskar og eitraðar sem skæðir höggormar, eins
og sumar tegundir af Euphorbia-ættinni, sem er
mjög ásjáleg og telur um 3000 tegundir (nefnd í
íslenzltri grasafræði Vörtumjólkur-ætt), eða al-
settar þyrnibroddum. Þannig er það með kaktus-
jurtina. En hún getur lifað og dafnað, þó ekki
falli í umliverfi hennar einn dropi af regni árlangt,
— já, þó ekki rigni í tvö eða jafnvel tíu ár. Þrátt
fyrir það nær hún nægilegum vökva úr jarðvegi
eyðimerkurinnar og úr loftinu í steikjandi sólar-
hita. Samt inniheldur hún 92 hluta vatns af hverj-
um 100 hlutum, og hefir í sér fólgið næringargildi,
er nálgast garðávexti og nautakjöt. En gildi þess-
arar jurtar var mönnum einkis virði, sökum þyrni-
broddanna er hervæða hana, gegn óblíðum æfi-
kjörum og eyðileggingar hættu, í hinu uppruna-
lega umhverfi hennar. —
Blómin og ávextirnir hafa fengið fegurð sína
og gildi við stöðuga ræktun. Lífskjör þeirra hafa
verið bætt og þeim gert auðveldara fyrir. En eyði-
merkurjurtirnar liafa eignast eitur og brodda í
baráttunni fyrir tilveru sinni, þar sem aðrar jurtir
dóu og dýr merkurinnar eltu uppi þessar íeifar
jurtagróðursins.
Og ósjálfrátt koma manni hér í hug, ýms
kjör og margvíslegar kringumstæður í mann-
heimum, er fylla líf mannanna sumra beiskju,
eitri og broddum í baráttunni fyrir sjálfstilveru
sinni, sem þá verður þó lítilsverð; en einkum
dreymir andann um, hve betra og viturlegra upp-
eldi megnar að gera illgresið að blómi.
Burbank veitti því athygli, að kaktus, gróður-
sett í góðum jarðvegi og varin gegn átroðningi,
hafði færri og smærri þyrnibrodda en eyðimerkur-