Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Side 61
ALMANAK
37
tataríska lambið. Rithöfundar á seytjándu öld
staðhæfðu, að þeir hefðu séð þessi undraverðu lömb
á Rússlandi, og að þau væru föst á greinum trjánna,
sem þau yxu á, en næðu þó niður á jörðina, til þess
að bíta grasið, Sir John Mandeville, sem var
óþreytandi ferðalangur, en ekki sem áreiðanlegast-
ur rithöfundur, lýsir þessum lömbum, sem hann
segist hafa séð og borðað á ferðum sínum um ó-
kunn lönd. Mandeville var uppi á fjórtándu öld,
Hann var aðalsmaður og mentaður og naut góðs
orðstýrs. Hann ritaði bók um ferðalög sín, og voru
menn sólgnir í að lesa hana og trúðu öllu, sem í
henni stóð. Er sagt að bók þessi hafi verið lesin af
fleirum og lengur en nokkur önnur bók á þeim tím-
um.
Saga bómullarinnar í Evrópu skýrir frá, hvernig
bcmullin var þar fleiri hundruð ár að ryðja sér til
rúms við hliðina á hör og ull. Sagnfræðingurinn
Scherer segir, að frá þrettándu öld og fram á sext-
ándu hafi ullin verið langmest metin í Evrópu, rétt
eins og bémullin í suðurríkjum Bandaríkjanna á
nítjándu öldinni. En svo fanst sjóleiðin til Indlands
c-g það var farið að nota hana í stað gömlu landleið-
arinnar, sem Alexander mikli fann; og þá fóru bóm-
ullardúkar af ýmsri gerð að flytjast til Evrópu. Þeir,
sem lifðu af.því að vefa dúka úr hör og ull, urðu
hræddir um atvinnuveg sinn, og gátu beitt áhrifum
sínum til þess að koma því til leiðar, að bannað var
að búa til bómullardúka í mörgum löndum og inn-
flutningur þeirra bannaður frá Austurlöndum. Þetta
olli sífeldri verzlunarbaráttu og bar önnur hliðin
hærri hlut með köflum og hin svo aftur þess á milli.
En bómullina var ómögulegt að yfirbuga. Þrátt
fyrir öll bönn og lög um útilokun hennar, fór notkun
hennar vaxandi ár frá ári í Evrópu og einkum á
Englandi. Stórkostleg iðnaðarbylting, sem stórum
studdi að útbreiðslu bómullarinnar, var í aðsígi.
Iðnaðarmenn í Evrópu, sem höfðu unnið, hver að