Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Síða 69
ALMANAK
45
að Saskatchewan-ánni. Naumast voru þau sloppin
inn í bæjarvikið í Bdmonton, er leitarmenn þeirra
komu og kröfðust þess, að þau væru framseld. XJm-
boðsmaður og verkamenn hans neituðu því, og með
hjálp ýmisra, sem viðstaddir voru, tókst loks að sefa
grimdaræði villimannanna.
Barni stolið.
Við annað tækifæri var það, að Indíánakona
ein stal öðru barninu. Hafði henni fundist svo mik-
ið til um andlitslit þess, að hún vildi eiga það sjálf.
Hin æðisgengna móðir elti þjófinn svo mílum skifti.
Tókst henni loks að grípa barn sitt og komast und-
an. Þetta var barnið, sem þau auknefndu og köll-
urðu Laprairie, til minningar um atvikin, sem leiddu
að fæðingu hans. Annað sumarið, sem þau hjónin
voru fyrir vestan, voru þau sem oftar á veiðum ná-
lægt Battle-ánni. Frú Lagimodiere var ríðandi og
reiddi átján mánaða gamla dóttur sína í heypoka,
sem hún festi við söðulnef sitt. Alt í einu ríður
hún óafvitandi inn í visundahjörð. Hestur hennar,
sem var vanur veiðinni, tók að hlaupa sem óður
væri á eftir vísundunum, og hún fékk ekki við hann
ráðið. Varð henni þá fyrst fyrir að grípa barnið
í fang sér og taka dauðahaldi í söðulinn og reyna
að hanga á honum; gat hún eins vel búist við að
detta niður á hverju augnabliki og verða troðin
undir fótum. Maður hennar gat loks með mestu
erfiðleikum rutt sér braut í gegnum hjörðina og náð
hesti hennar. Féll konan þá meðvitundarlaus í
fang honum, og fáum stundum seinna fæddist ann-
að barn þeirra — drengur — sem þau skýrðu Jean
Baptiste, en kölluðu auk þess ávalt “Laprairie”.
Nýlendumennirnir koma,
Árið 1811 komu fréttir frá Selkirk lávarði, þess
efnis að hann hefði í hyggju að mynda skozka ný-
lendu meðfram Rauðánni. Þetta varð til þess að
þau hjón fluttu aftur til Fort Pembina, þar sem þau