Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Side 75
ALMANAK
51
að brjóta land og blægja. Margar þreskivélar eru í
bygðinni, eign íslenzkra bænda.
Yfirleitt muri akuryrkjan hafa lánast allvel, og
ekki orðið uppskerubrestur til stórra muna, fyr en
í sumar (1923) hefir orðið mikill uppskerubrestur.
Of mikilii vætu framan af og síðan miklum hitum,
um kent. “Ryð” í hveitinu og illgresi, vann hvort-
tveggja mikinn skaða.
Margir bygðarmenn hafa fyr og síðar stundað
fiskiveiði í Manitobavatninu, einkum að vetrinum
upp um ís. Hefir þessi veiði orðið mörgum mönn-
um talsverð hagsbót. Eins og kunnugt er, er fiskur
sá, ssm veiddur er að vetrarlagi, all-útgengileg
verzlunarvara. Naumast held eg að þurfi að taka
það fram, að það er ekki hlýju-vinna, að vitja um
net í grimdarfrosti og harðviðri.
Sveitar-málefni.
Eygðin hefir verið frá fyrstu tilveru sinni, eða
því sem næst, í Westbourne sveitarfélagi (Muni-
cipality of Westbourne), þar til sumarið 1920, að
sveitarfélaginu var skift þannig, að 6 sveitarfélags-
deildir (Wards) voru sameinaðar í eitt sveitarfélag,
sem nefnist Municipality of Lake View. Nær það
norður með Manitobavatni vestanverðu, frá suður-
enda vatnsins og all-langt norður með því og vest-
ur frá því. Big Point bygð er í þriðju deild (Ward
three). Aðsetur sveitarstjórnarinnar í Municipality
of Lake View er í Langruth, þar sem haldnir eru
sveitarstjórnarfundir, og þar býr sveitarskrifarinn.
Sveitin á þar hús; í því eru haldnir sveitarstjórnar-
fundirnir og þar er skrifstofa sveitarskrifarans.
Þessir íslendingar hafa verið í sveitarstjórninni:
Pinnbogi Erlendsson kaupmaður, Magnús Péturs-
son bóndi og Steini Olson (Þorsteinn Björnsson
timburkaupmaður). Steini Olson er nú sveitar-
stjórnarmaður. Pinnbogi var í sveitarstjórninni áð-
ur en sveitarfélaginu var skift.