Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Page 76
52
OLAFUR S, THORGEIRSSOU:
Skólamálefni.
Þegar fólki fór að fjölga f sveitinni. fundu bygð-*
arbeendur fljótt til þess, að bygðina vantaði alþýðu-
skóla, Barnaskólar munu samskonar skólar og hér
um ræðir, vera nefndir á íslandi,
Árið 1898 var bygt skólahús, Var bæði vinna'
við bygginguna og efni í húsið gefið af bygðar
mönnum, Hús þetta var bjálkahús, en þó furðuvel
af hendi leyst, eftir þeim efnum og ástæðum, sem þá
voru fyrir hendi á frumbýlingsárunum. Húsið var
bygt á S. E. i, Sce. 30, T. 16, R, 8. Það hús stóð til
1909. Þá var bygt nýtt og vandað skólahús úr sög-
uðum við. Það stendur litlu austar en gamla húsið
stóð. Það stendur rétt vestan við veg þann, er
lagður var suður og norður í miðja Sec. 30. Vegur
sá var lagður sama árið og skólahúsið (hið síðara)
var bygt. Allmargir íslendingar, karlar og konur,
hafa haft á hendi kenslu við skólann á Big Point.
Eru þeir taldir hér:
Karlmenn:
Jóhann Magnús Bjarnason rithöfundur og skáld,
Magnús Hjaltason, nú læknir í Glenboro, Man., Jó-
ha.nnes Eiríksson, M. A., Jón Árnason Hannesson,
nú kaupmaður í Langruth, Sigmundur Þórhallur
Bjarnason Thompson og Hávarður Elíasson, nú
ráðsmaður Heimskringlu.
Kenslukonur:
Jónína Ingimundardóttir Friðriksson, María
Sesselja ólafsdóttir Thorleifsson, Eyjólfína Jóhann-
esdóttir Gottfred, Sigurlína ólafsdóttir Johnson,
Guðlaug Guttormsdóttir Guttormsson, Ragnhildur
Gísladóttir Johnson (Hilda Johnson), Salóme Ja-
kobsdóttir Hinriksson, Margrét Hansdóttir Hans-
son.
Fleiri íslenzkir kennarar kunna að hafa verið
þar við skólann. Er það ekki af ásetningi mínum,