Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Síða 80
56
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
hafa fengist við gripaverzlun: Finnbogi Erlendsson,
Gísli Jónsson og Þiðrik Eyvindsson.
Áður en lokið er að tala um verzlun og viðskifti,
er sjálfsagt að geta þess, að Royal Bank of Canada
hefir útbú í Langruth. Bankastjórinn er enskumæl-
andi maður. Við bankann vinna nú íslenzkur pilt-
ur og íslenzk stúlka. Stúlkan jnun aðallega fást
þar við bókfærslu,
Vegabætur.
Á frumbýlingsárunum var oft slæmt yfirferðar,
einkum á vorin, þegar nýleyst var, eða þegar mikl-
ar rigningar gengu. Oft sannaðist þar, það sem
Benedikt Gröndal segir á einum stað: “Alt stóð fast
hjá Eggert”. Alt stóð fast í bleytunni og forinni,
hestar og vagn; þurfti þá stundum mannsöfnuð til
aö koma öllu aftur á þurt land.
Árið 1903 var fyrir alvöru byrjað á vegabótum.
Þá var lagður vegur vestur yfir “Kílana”, sem verið
liöfðu lalcasti farartálminn, þó víða annarsstaðar
væri ilt yfirferðar. Manitobastjórnin lagði allmikið
fé til þeirrar vegarbótar, mest fyrir örugt fylgi dug-
legs sveitarstjórnarmanns, er hér var þá, Miller að
nafni.
Síðan hefir vegabótum verið árlega haldið á-
fram. Vegir bygðarinnar virðast nú komnir í við-
unanlegt horf, eftir ástæðum, þó víða þurfi við að
bæta og um að bæta. — Þess skal getið, að Mani-
tobastjórnin lét skömmu eftir aldamótin grafa
skurði austur og vestur, í vestanverðri bygðinni.
Meðfram skurðum þessum, sem aðallega eru gerðir
til að veita fram vatni og til að þurka landiö, eru
vegir lagðir. Stjórnin lagði fram fé til að gera
skuröina. Afborgast sú upphæð árlega með jöfnum
afborgunum, frá þeim sem lönd eiga að skurðunum,
og þeim er virðast hafa sérstök not þeirra, með
þurkun landsins. Afborgun þessi eykur skattabyrði