Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Page 82
58 ÓLArUR S. THORGEIRSSON:
aður söfnuður hér og nefndur “Herðibreiðar-söfn-
uður”, Er liann starfandi enn])á. Á fundi þessum
var séra Bjarni Þórarinsson ráðinn prestur safnað-
arins. Var hann síðan prestur safnaðarins til þess
um voriö 1916, að hann sagði söfnuðinum upp þjón'-
ustu sinni og flutti þá heim til íslands. Seinni hluta
ársins 1916 og fyrri hluta ársins 1917, gegndi séra
Carl J. Olson frá Gimli prestsverkum í bygðinni og
messaði þar nokkrum sinnum, þegar ástæður leyfðu
honum, því hann var þá þjónandi prestur á Girnli.
Vorið 1916 gekk söfnuðurinn í “Hið evangeliska
lúterska kirkjufélag íslendinga í Vesturheimi”.
Um vorið 1917 réði söfnuðurinn séra Sigurð
Sigurjónsson Christopherson fyrir prest sinn. Hef-
ir hann þjónað söfnuðinum síðan.
Á nýári 1923 voru safnaðarmenn um 200 að tölu.
EJkki á söfnuðurinn kirkju enn sem kcmiö er. Er
messað í samkomuhúsinu og skólahúsinu á Lang-
ruth. En söfnuðurinn á íbúðarhús það í Langruth,
sem prestur safnaðarins býr í. Húsið var keypt og
kostaði $1250.00. Af þeirri fjjárhæð hvílir lítilshátt-
ar skuld á söfnuðinum. Utansafnaðarmenn hafa að
nokkru styrkt til að kaupa hús þetta.
Forsetar safnaðarins, frá stofnun hans 1906:
Jón Þórðarson, um mörg ár (frá 1906 til 1916);
Ágúst Eyjólfsson og Finnbogi Erlendsson. — Má-
ske hér sé um fleiri að ræða; gögn eklti við hendina.
Bjarni Ingimundarson hefir um fjölmörg ár ver-
ið féhirðir safnaðarins. Halldór Daníelsson skrif-
ari safnaðarins, frá 1906 til 1923, að hann flutti burt
úr bygðinni. Skrifari safnaðarins er nú Carl F.
Lindal.
Þessir hafa verið kirkjuþingsmenn safnaðarins:
Ágúst Eyjólfsson, 1916 og 1920; Davíð Valdimars-
son, 1918 og 1919; Finnbogi Erlendsson, 1920 og
1923; Jón Þórðarson, 1921; Magnús Pétursson 1923;
Þorleifur Jónsson 1922. Á kirkjuþinginu 1917 mætti
enginn frá söfnuðinum.