Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Side 84
60
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
ar Bardal í Winnipeg. Stúka þessi starfaði til 31.
janúar 1917.
Nú eru liðin 29 ár síðan bygð þessi, Big Point
bygð, hófst. Ýmislegt, bæði gott og misjafnt, hefjr
drifið á daga bygðarmanna, eins og gengur og ger-
ist. Mikið er búið að starfa á þessum árum: ryðja
skóg, brjóta jörð til akuryrkju, girðingar, brunn-
greftri og byggingum, auk hinna daglegu starfa,
sem ætíð þurfa að ganga fyrir öllu öðru, ef bærilega
á að fara.
Þess skal getið að lyktum, þó þess varla þurfi,
því það vita allir, sem kunnugir eru kjörum ný-
byggjans, að nýbyggjarar þessarar bygðar hafa
reynt þá öröugleika, sem fylgja stöðu nýbyggjans í
ókunnu landi. Á frumbýlingsárunum bjuggu menn
í bjálkahúsum, oftast með torfþaki, og þegar betur
lét, með leirþaki, heystrái og leir blandað saman og
þakið lagt úr þeirri blöndu, sem ekki reyndist end-
ingargóð, þó betri en torfið. Öll íveruhús bænda eru
nú bygð úr borðvið. Spónþak er á húsunum, steypt-
ur grunnur með kjallara undir flestum þeirra.
Vönduðust og með fullkomnustu nútímaþægindum
munu vera íveruhús þeirra nágranna (konur þeirra
eru systur), Böðvars Jónssonar og Jóns Þórðarson-
ar. Þau eru bæði með miðstöðvarhitun og raflýs-
ingu.
Öll fénaðarhús eru nú orðin úr borðviði, ýmist
með spónþaki eða pappaþaki, þó oftar spónþaki.
Hér er nú með fáum orðuin farið yfir sögu bygð-
arinnar. Að endingu þakkast bygðarmönnum,
körlum og konum, fyrir starfið og stritið þessi ár,
og þeim óskað góðs í framtíðinni.
Þess skal að síðustu getið, en ekki sízt, að bygð-
armenn hafa ætíð verið skjótir að hlaupa undir
bagga, hafi einhver þeirra orðið fyrir vanheilsu eða
öðru tjóni. Þetta hafa þeir mjög oft sýnt með
dugnaði og drengskap.