Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Side 86
62 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
armaður og góður drengur. Guðrúnu konu hans
telja sömu menn hafa veriö sæmdarkonu, og að
bæði hafi þau unnið vel skylduverkið og staðið vel
í stöðu sinni.
Þau Tómás og Guðrún eignuðust 11 börn, 6
pilta og 5 stúlkur. Þau af þeim, sem komust til
fullorðinsára, verða talin hér:—1) Ingimundur,
druknaði 1876 af báti við veiðiskap í Ölfusá, rúm-
léga 20 ára gamall. — 2) Bjarni bóndi hér í bygð.
Kona hans Anna Jóhannsdóttir. — 3) Eyjólfur,
kona hans Svava Ásmundardóttir. — 4) Jón, kona
lians Albína Sveinsdóttir. — 5) Guðfinna kona
Jóns Þórðarsonar. — 6) Guðrún (eldri) kona Böð-
vars Jónssonar. — 7) Guðrún (yngri) kona Hall-
dórs Sigurgeirssonar Bardal í Winnipeg. — 8) Kat-
rín (d. 4. jan. 1912) kona Ingimundar Ólafssonar.
Öll þessi börn, sem hér eru talin, eru fædd á Litla-
Ármóti, nema Guðrún yngri, hún er fædd í Nabba.
Þau systkin eru öll vel gefin og myndarfólk. Flestra
þeirra verður getið hér síðar. Komu til Ameríku
1886 með foreldrum sínum. Bjarni kom 1887.
Tómásar er getið í Alamanaki Ó. S. Th. árið
1920, bls. 43.
Ólafur Þorleifsson. — Hann er fæddur 5. janúar
1851 á Svartagili í Þingvallasveit í Árnessýslu. For-
eldrar hans: Þorleifur Ólafsson bóndi á Svartagili
og kona hans Guðný Oddsdóttir frá Reykjum í
Lundareykjadal. Kona Odds Jónsscnar á Reykj-
um og móðir Guðnýjar var Kristrún dóttir Davíðs
á Fitjum í Skorradal, launsonar Björns lögmanns
Markússonar. Björn lögmaður dó 9. marz 1791 á
Innra-Hólmi á Akranesi, hálf-áttræður að aldri.
í móðurætt er Ólafur kominn af Sigurði Ásmunds-
syni í Ásgarði í Grímsnesi. Er það föðurætt Jóns
Sigurðssonar forseta. Föðurætt Ólafs er talin til
Halldórs Brynjólfssonar biskups á Hólum (dáinn
árið 1752).
Kona ólafs er Guðbjörg Guðnadóttir, fædd 13.