Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Side 92
68 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
vel greindur og vel máli farinn á íslenzka og enska
tungu. Hagur á smíð og góður vinnumaður, fé-
lagsmaður. Studdi hér allan góðan félagsskap;
var einn af stofnendum lestrarfélagsins og mikill
stuðningsmaður þess. Helga er vel farin koxja,
gáfuö og prýðis vel ritfær á íslenzka tungu,
Þau hjón hafa eignast 11 börn. Þessi af þeim,
er hér verða talin, voru á lífi 26. maí 1915: 1) Sig-
urður Júlíus. Kona hans er Halla dóttir Þiðriks
Eyvindssonar í Westbourne, Man. — 2) Oscar
Wellington, umsjónarmaður við brúargerðir, gegn-
ir þeim starfa fyrir fylkisstjórnina í Alberta. —
3) Hrólfur, vinnur í lyfsölubúð. — 4) Ingólfur Ól-
afur. — 5( Leifur. — 6) Henry Morton Stanley. —
7) Margrét, kona Gísla Oddsonar prests Gíslason-
ar. — 8) Jakobína. — 9) Anna Heiðfríður. — Það
sem hér er sagt um stöður systkina þessara, er miðað
við árið 1915, sem áður greinir.
Jakobs Sigurðssonar Crawfords er getið í Al-
manaki Ó. S. h. 1912, bls. 38—39.
Björn Sigurðsson Crawford, bróðir Jakobs. —
Björn mun hafa^komið hingað 1894 með Jakobi
bróður sínum. Björn bygði sér hús á Sec. 30, T. 16,
R. 8. í því húsi bjó síðar Björn Benediktsson. —
Björn Crawford flutti héðan 1898 eða 1899 vestur
til Winnipegosis, og hefir búið þar síðan. — Öll
gögn skortir til þess að skýra betur frá Birni en
hér er gert.
Bjarni Tómásson, sonur Tómásar, sem fyrst er
talinn. — Bjarni er fæddur 9. nóvember 1866 á
Litla-Ármóti í Hraungerðishreppi í Árnessýslu.
Hann ólst upp hjá föðurbróður sínum Jóni Ingi-
mundarsyni í Skipholti í Hrunamannahreppi í Ár-
nessýslu, og konu hans Þorbjörgu Jónsdóttur.
Bjarni kom til Ameríku 1887, ári síðar en fað-
ir hans. Öll hin börn TómáJsar, er vestur fluttust,
fluttust með foreldrum sínum 1886.