Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Page 99
ALMANAK
75
Ingimundur ólafsson. — Hann er fæddur 16.
september 1867 (?) á
Bakka í Kaldrananess-
hreppi í Strandasýslu.
Poreldrar lians: Ólafur
Jónsson bóndi á Bakka
og kona hans Valgerður
Björnsdóttir. — Ingi-
mundur var fóstraöur
af Hjalta Hjaltasyni á
Gilsstöðum í Hrófbergs-
hreppi í Strandasýslu.
Ingimundur kom tíl
Ameríku 1888. Það ár
fór og Hjalti fósturfaðir
hans til Ameríku. Þegar
til Ameríku kom, mun
íngimundur fyrst hafa
haldið til Þingvallaný-
lendu, Sask., sem þá var að byggjast. Var svo við
ýmsa vinuu, járnbrautarvinnu og bændavinnu, þar
vestra og víðar. Kom hingað 1894. Kvæntist um
það leyti og gekk að eiga ungfrú Katrínu, dóttur
Tómásar Ingim. Hún var fædd 2. febrúar 1868
dó 4. janúar 1912. Katrín vann skylduverk sitt með
trúmensku. Hún var greind kona en fáskiftin.
Um 1894 byrjaði Ingimundur búskap hér í bygð
og bjó hér þangað tjl vorið 1912, að hann flutti í
kaupstaðinn Langruth. Seldi um það leyti land sitt
og bú. í Langruth dvaldi hann til 1916, við ýmis-
konar störf. Flutti þaðan norður til Reykjavíkur
P. 0., Man., og hefir búið þar síðan. Ingimundur
er vel greindur maður, vel máli farinn, talaði mjög
oft á samkomum bygðarmanna, fékk ætíð góða á-
heyrn og mæltist oft og einatt vel. Félagsmálefni
bygðarmanna lét hann sig miklu skifta og vann að
þeim ótrauður. Um 12 ár var hann skrifari og fé-
hirðir a.lþýðuskólans á Big Point. Vann mikið að