Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Qupperneq 104
80 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Jónsson í Glaumbæ í Reykjadal og kona hans
Dóró'tea Nikulásardóttir. Faðir hennar var Nikulás
Buck danskur kaupmaður á Húsávík. Móðir Dóró-
teu og kona Nikulásar Buck var Anna Karen,
Björnsdóttir Thorlaciusar kaupmanns á Húsavík,
Halldórssonar biskups á Hólum, Brynjólfssonar
lögréttumanns á Saurum í Helgafellssveit, Ás-
mundssonar. Björn Halldórsson kaupmaður var
læddur 24. júní 1743, dó 7. janúar 1794. Að skírn-
arnafni hét hann Björn Thorlacius. Hann átti
danska konu. Halldór biskup Brynjólfsson var
fæddur 15. apríl 1692 á Saurum í Helgafellssveit, dó
28. október 1752 á Eyrarsundi, var þá á ferð til
Kaupmannahafnar að leita sér lækningar við háls-
meini. Ætt og afkomendur Halldórs biskups er
afarfjölmenn. í þeirri ætt eru og hafa verið marg-
ir afburða gáfu- og atgerfismenn.
Þau lijón Davíð og Guðbjörg fluttu frá Islandi
til Ameríku árið 1890. Fóru þá til Lögbergsnýlendu,
Sask. Byrjuðu þar búskap og bjuggu þar í 3 ár.
Þaðan fluttu þau til Argylebygðar, Man., og voru
þar í tvö ár. Fluttu hingað í bygðina 1895 og
bjuggu liér síðan, seinni árin á landi, er Davíö
keypti. Davíö tók sjúkdóm um haustið 1919, sem
leiddi hann t'l bana. Hann andaðist 13. nóvember
1919. Þau hjón áttu^við frumbýlingsörðugleika að
stríða sem fleiri. A seinni árum var búhagur
þeirra orðinn géður, enda voru þau hjón bæði bú-
hyggin og samhent, atorkusöm og skyldurækin í
stöðu sinni. Þegar synir þeirra höfðu aldur til,
reyndust þeir duglegir menn og atorkusamir.
Stunda þeir akuryrkju og hefir lánast vel að henni.
Þeir lialda nú áfram búskap með móður sinni.
Davíð var vel greindur maður og bóklineigður,
félagslyndur og fundrækinn, trúr í öllu starfi bæði
fyrir sjálfan sig og aðra. Hann var einn af stofn-
endum lestrarfélagsins og féhirðir þess frá stofn-
un félagsins og til þess að hann lézt, eða í 21 ár.
Einn af hvatamönnum þess, að Herðibreiðarsöfn-