Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Qupperneq 107
ALMANÁK
83
Pétur Sigurðsson Jakobsson. — Hann er fædd-
ur í maímánuði 1862 á Kvennabrekku í Miðdala-
lireppi í Dalasýslu, Foreldrar lians voru Sigurður
Jakobsson og kona lians Sigríður Teitsdóttir, Sig-
urður faðir Péturs dó 1, ágúst 1913, að Mountain,
N, D,, 83 ára gamajl. Jakob í Villingadal(?) faðir
Sigurðar var Samsonarson, bróðir Samsonar Sam-
sonarsonar, er var með Jörundi hundadagakóngi
1809, Dóttir Jakobs í Villingadal og Guðrúnar
dóttur Jóns sýslumanns “gamla” á Bæ í Hrúta-
firöi, var Helga kona Guðmundar Einarssonar á
Kollsá í Hrútafirði. Dóttir þeirra Guðmundar og
Ilelgu er Sigríður, seinnikona og ekkja Péturs
kaupmanns Eggerz á Borðeyri. Sonur Péturs og
Sigríðar er Sigurður Eggerz forsætisráðherra.
Pétur Sigurðsson Jakobsson kom 1873 til Ame-
ríku meö foreldrum sínum. Hann mun lengstum
hafa átt lieima suður í Norður Dakota, þar til hann
fluttist hingaö 1896. Bjó liann hér til 1900; flutti
þá í Big Grass bygð hér slcamt fyrir vestan, nú ísa-
fold P. 0., áður Marshland P. 0. Flutti aftur hing™
að í bygðina 1911 (?) og hefir búið hér síðan.
Pétur er tvíkvæntur. Fyrrikona hans var Guð-
rún Þorsteinsdóttir Scheving. Hún lézt í Dakota
fyrir allmörgum árum. Seinnikona hans er Anna
Eiríksdóttir. Foreldrar liennar: Eiríkur Pálsson
og kona hans Ingibjörg Einarsdóttir, sem enn er á
lífi, háöldruð, er hjá sonum sínum í Nýja Islandi.
Eiríkur faðir önnu var Pálsson, Eyjólfssonar ísfeld
smiðs, hins skygna, Ásmundssonar á Brúsastöðum
í Þingvallasveit í Árnessýslu. Anna er systir Ein-
ars ísfelds bónda liér í bygðinni. Af fyrra hjóna-
bandi á Pétur son, sem Páll heitir; er hann hjá
föður sínum og stundar búið með lionum..
Pétur er skynsemdarmaður, félagslyndur; hef-
ir oft reynst ötull og ósérhlífinn að vinna að félags-
málum. Hann er einn af stofnendum lestrarfélags-
ius og hefir ætíð verið með beztu styrktarmönnum
þess. Anna er dugnaðarkona og umhyggjusöm.