Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Side 110
86 ÓLAFUR S. THOBGEIRSSON:
Þau Jóhann og Sigríður eru sæmdarhjón. Þeim
hefir búnast vel, enda eru þau bæði atorkusöm og
skyldurækin í stöðu sinni. Bæði eru þau hjón vel-
farin í hvívetna.
Jóhann hefir tekið mikinn og góðan þátt í fé-
lagsmálefnum bygðarmanna. Hefir hann hvar-
vetna reynst góður félagsmaður og tillögugóður í
hvívetna, enda er hann ágæta vel vitiborinn. Sig-
ríður er mikil myndarkona. Hún hefir síðan hún
kom hingað, gegnt ljósmóðursörfum í bygðinni, og
hepnast sá starfi vel. Laugardaginn 20. október
s. 1. (1923) var þeim hjónum haldið heiðurssam-
sæti í Langruth, sem margir tóku þátt í, til minnis
um að þann dag var 41. hjónabands-afmælisdagur
þeixra. Var þeim þakkað starf þeirra og færð
heiðursgjöf,
Börn þeirra Jóhanns og Sigríðar: 1. Jóhann
Arnór bóndi að Langruth, Man,; kona hans er Bir-
gitta dóttir Bjarna Ingimundarsonar; verður Bjarna
getið hér síðar. — 2. Árni Margeir bóndi við Lang-
ruth, tvígiftur; fyrrikona hans var Guðlaug Gunn-
hildur Bjarnadóttir (f, 28. okt. 1891 í Churchbridge,
d. 6. maí 1915); Guðlaug Gunnhildur var systir Bir-
gittu konu Jóhanns Arnórs. Seinnikona hans er
Hilda Blanch Dalton kennári, af enskum ættum. —
3. Ólafína Sigríður, giftist skozkum manni, John
Duncan McLeod. Þau búa í Winnipeg. — 4. Helga
kona Finnboga kaupmanns Erlendssonar í Lang-
ruth. Finnbogi er sonur Erlendar, sem getið er hér
næ<3t á eftir. — 5. Guðmundína Anna kona Erlendar
bcnda Erlendssonar við Langrutli. Erlendur er
broðir Finnboga, sem nú var nefndur. — 6. Guðrún
Sigurlína kona George Isaac Hermann, Garett, B. A.
miðskólakennara í Glenboro, Man.