Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Page 112
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
anverðu. Bjó þar til 1899, að hann flutti hingað í
bygðina. Kom hingað 8. apríl 1899. Nam hér land
og keypti annað land nokkru síðar. Bjó þar all-
mörg ár sæmdarbúi við mikla búsæld. Bygði þar
vandað íveruhús úr söguðum viði. Hann hafði áð-
ur bygt snoturt íveruhús úr bjálkum, sem síðan,
eftir að hitt húsið var bygt, var notað til geymslu,
Og húsað þar vel að öðru. Var það heimili hið
snyrtilegasta utan húss sem innan, Lýsti það bú-
sæld og góðum umgangi. Þau hjón voru gestrisin,
veittu þeim, sem að garði báru, góðar viðtökur og
rausn. Með litlum frumbýlingsefnum byrjuðu þau
búskapinn; þrátt fyrir mikla ómegð, ukust efni
þeirra árlega. Mun það og nokkuð hafa stutt að
því, að Erlendur stundaði veiðiskap um mörg ár í
Manitobavatni, sem flestir bændur hér. Veiðiskap-
inn stundaði hann af kappi og forsjá og var ætfð
mjög aflasæll. 1916 seldi Erlendur lönd sín og bú.
Löndin keypti enskumælandi rnaður. Flutti Er-
lendur þá í kaupstaðinn Langruth; hefir bygt þar
vandað íveruhús og býr þar síðan. Erlendur er
dugnaðarmaður, vel skynsamur og prúðmenni í
allri framgöngu. Hann hefir ætíð styrkt vel með
fjárframlögum, félagsskap bygðarmanna. Um und-
anfarin ár hefir ham vsrið forseti lestrarfélagsins,
Margrét er myndarkcna, fróð um margt, gáfuð og
góðsöm.
Börn þeirra Erlendar og Margrétar eru: 1. Finn-
bogi kaupmaður í Langruth, kona hans er Helga
Jóhannsdóttir. — 2. Erlendur, bóndi við Langruth,
kona hans er Guðmundína Anna Jóhannsdóttir.
Þær systur Helga og Guðmundína Arina, eru dæt-
ur Jóhanns Jóhannssonar, sem getið er hér að
framan. — 3. Valdimar, verzlunarmaður.í Langruth.
— 4. Leifur, vinnur við bankastörf vestur í landi. —
5. Helga kona Jóns kaupmanns Árnasonar Hannes-
son í Langruth. — 6. Victoria. — 7. Lilja, við bók-
nám. — Tvær dætur þeirra, Sigríður og Halldóra,
dóu ungbörn.