Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Page 115
aLMANAK
9
MAGNÚS BJARNASON
* bóksali.
Magnús Bjarnason er fæddur 10. des. 1839 á
Hnappavöllum í Öræf-
um í Austur-Skafta-
fellssýslu. Poreldrar
hans, sem þar ólust
upp og bjuggu allan
smn alaur, voru hjónin
Bjarni Pálsson og Ing-
unn Magnúsdóttir. —
Voru þau náskyld og
komin út af Jóni bisk-
upi Arasyni og séra
Einari Sigurðssyni í
Heydölum í Breiðdal,
föður Odds biskups, en
langafi Ingunnar móð-
ur Magnúsar var séra
Brynjólfur Guðmunds-
son á Kálfafellsstað í
Suðursveit í Horna-
firði. Hjá foreldrum sínum á Hnappavöllum ólst
Magnús upp. Þegar hann var barn að aldri, greip
bann beinkröm og máttleysi, og gerði hann að
kroppinbak; var honum því varnað að ganga að
nokkurri erfiðri vinnu. Hafði hann þá helzt fyrir
stafni, meðan hann dvaldi í Öræfunum, að sitja yfir
ám á sumrum, sem fært var frá, og hafði hross til
reiðar við það starf. Allmörg síðustu árin, sem
Magnús átti heima á Hnappavöllum, hafði hann á
hendi póstafgreiðslu og útsölu á bókum fyrir bóka-
útgefendur í Reykjavík og á Akureyri. Árið 1887