Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Page 116
92
ÓLAFUR S. THOUGEIRSSOK:
fluttist Magnús norður á Akureyri við Eyjafjörð;
var það að tilhlutan Björns Jónssonar, ritstjóra
“Próða”; átti hann að takast á hendur útsölu og út-
sendingu á Próða, en síðar á því ári hætti blaðið
að koma út. Magnús dvaldi á Akureyri þar til árið
1890, að hann fór vestur um haf og lenti á Moun-
tain, í íslenzku bygðinni í Norður-Dakota, og þar
hefir hann verið síðan. Var hann þar lengi framan
af til húsa hjá Ólafi Ólafssyni (frá Þríhyrningi í
Eyjafjarðarsýslu) og konu hans Guðrúnar Hall-
dórsdóttur. Segist Magnúsi svo frá, að þau sæpid-
arlijón hafi farið mjög vel með sig.
Síðan Magnús settist að á Mountain, hefir hann
haft útsölu á íslenzkum bókum, blöðum og tímarit-
um og rekið það starf með dæmafárri alúð og elju,
og ætíð reynst áreiðanlegur í öllum viðskiftum;
liefir hann fengið opinberlega viðurkenningu fyrir
dugnað og trúleik í sambandi við það starf frá bóka-
og blaðaútgefendum á íslandi. Líka má og geta
þess, að hann, um nokkurt skeið, fékst við að
kenna börnum aö lesa íslenzku. Magnús er maður
greindur og vel skýr, eins og altítt er um menn, sem
náttúran býr svo úr garði sem hann, enda á hann
og til þeirra að telja. Er hann 84 ára gamall og býst
nú við að leggja niður starfið, þegar minst vonum
varir. — Des. 1923.