Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 28
22
B Ú N A Ð A R R I T
II.
Smágreinar um geitíjárrækt hér á landi.
a. Frá Benedikt Kristjánssyni, Þverá, Öxarfirði:
Að geitfé hafi verið hér á landi allt frá landnámstíð,
er nokkurn veginn áreiðanlegt, enda benda fjölmörg ör-
nefni, frá þeim líma, til þess. Og þó geitfé hafi víða á
landinu dáið út, þá eru allar Iíkur sem benda á, að það
hafi aldrei dáið út í Þingeyjarsýslum, enda munu lífs-
skilyrði fyrir geitfé hafa verið, og eru enn, betri þar
en víðast annarsstaðar á landinu, vegna kvistbeitar og
hins víðáttumikla skógarkjarrs. Geitfé er mjög gefið fyrir
kvistlendi, og ef jarðskarpt er, sækir það mjög í skógar-
kjarr, ef til er, og bryður þá óspart hina fínu anga, er
upp úr gaddinum standa.
Af þeim ástæðum mun það hafa verið, að fátítt var
að geitfé félli í harðindum, þó sauðfé hryndi niður af
fóðurskorti.
Hér í Öxarfjarðar- og Kelduneshreppum hefir geit-
fé verið alla þá tíð, er elztu menn muna og hafa sannar
sagnir af, og síðan um aldamót hefir því fjölgað mjög,
eins og búnaðarskýrslur hreppanna hljóta að bera með
sér. Og nú mun það vera fleira og færra í öllum hrepp-
um sýslunnar, þó það sé sennilega flest í Öxarfirði,
enda er geitfé þar á hverjum bæ, að einum undan-
teknum.
Vegna hinna ágætu heiðarlanda hér í sýslu, er hér
aðallega lögð stund á sauðfjárrækt. Kýr eru hér víðast
fáar og meiri hluti þeirra haustbærar, og þar af leiðandi
er of lítil kúamjóik hér til heimilisþarfa að sumrinu. Til
þess að auka mjólkurframleiðsluna, eða til að fullnægja
mjólkurþörf heimilanna að sumrinu, hafa menn tekið það
ráð, að hafa mjólkur-geifur, og er það talinn allmikill
búhnykkur, einkum þar sem viðarland er og skógarkjarr.