Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 257
B Ú N A Ð A R R I T
251
klafabinda framkvæmdagetu manna á öðrum sviðum.
Venjulega er þá að eins um að ræða minni fyrirtæki,
sem ekki knýja neinn til þess að danza lengur en gott
þykir. Slíkar áveitur geta lagst niður, þegjandi og hljóða-
laust, án þess að neinn héraðsbrestur verði, þegar annað-
hvort eða hvorttveggja skeður, að ekki þykir borga sig
lengur að nytja þær, sökum þess að þær hafa gengið
úr sér, eða aðstöður hafa breyzt á annan hátt, eða þær
eru búnar að leysa sitt hlutverk af hendi: að létta undir
og efla fyrstu framsókn nýrrar túnræktar, sem svo getur
staðið og vaxið vel, jafnvel betur, án þeirra. Aveiturnar
verða þá meðal, en ekki endanleg úrlausn, áfangi, en
ekki takmark.
Þessi skilgreining á áveitunum og þýðingu þeirra er
ekki Iengur nein nýjung. Fjöldi bænda aðhyllist hana
og breytir samkvæmt því. Fáir munu verða til að and-
mæla henni með áhuga ög rökum. Svo fáir að það er
tæplega nein hætta á því, að þeir leiði hálf og heil
héruð út í nýjar »Flóaáveitur« »þegar vel veiðist«, þ. e.
þegar vel árar fyrir túnrækt og töðuöflun. En mögru
kýrnar koma því miður stundum fram á sjónarsviðið, og
þótt sjaldan fari þær sjö saman og aldrei éti þær ger-
samlega upp þær feitu, vill það verða svo að í áfalla-
árum eins og t. d. 1918 og að nokkru leyti 1931
(Vestfirðir), hvarlar hugur ýmsra til kjötkatlanna í Egifta-
landi. Túnin stór-bregðast, áveitur og mýrlendi bjarga
ef ötullega er á haldið. Er þá ekki von að á menn
renni tvær grímur og menn spyrji: Er ekki valt að
treysta að mestu á túnræktina, væri ekki betra að hugsa
meira um áveitur og »ræktun« votlendis jurta? ]ú, það
er von að menn spyrji, þegar svo ber undir, meðan
fullkomin og hagkvæm túnrækt er okkur ekki meira í
blóðið borin en orðið er, og meðan áhrifaríkir menn
verða til þess að halda áveitunum fram, sem aðal-
hjálparhellu. Tíminn, meðal töðuár og betri, svara þess-
um spurningum bezt. En eigi að forma svarið í orðum