Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 46
40
B Ú N A Ð A R R I T
síðan tilbúni áburSurinn kom til sögunnar. Og enn-
fremur eru nú til betri og fullkomnari afbrigði af jurt-
um og ekki sízt af kartöflum, en var fyrir 20 árum.
Harðgerðaðri, hraustari og bráðþroskaðri en þau af-
brigði sem þá voru til. Svo nú væri ekki einungis æski-
legt að reynt væri að hefja stórfelda kartöflurækt hér,
hefdur sjálfsagt að reyna það. En gætilega verður þó
að fara í það og ekki rasa um ráð fram.
Þó mun það mál ekki tekið fyrir í þessari grein,
heldur er hún frekar ætluð þeim, sem stunda ræktun
kartaflna »upp á gamlan móð« — í görðunum sínum,
smáum og stórum. Var svo til ætlast, að þeir gætu
fengið ýmsar bendingar viðvikjandi jurt þessari og rækt-
un hennar, af grein þessari.
Það er, nú sem stendur, talað mikið um aukna ræktun
og notkun kartaflna, og er hvorttveggja rétt. Mönnum
detfur ósjálfrátt í hug, þegar talað er um að auka kar-
töfluræktina; Stækkið garðana! — En það er eitt víst,
það þarf ekki alstaðar að stækka garðana til þess að fá
meiri kartöflu-uppskeru, heldur þarf víða að rækta þá
betur en nú er gert. Fá betri kartöfluafbrigði en fyrir
eru og fara vel með þau. Og umfram allt: Hirða gaið-
ana betur en nú er gert. — Þeir, sem sjá svo um garða
sína að þar sé allt í lagi, þurfa ekki að taka þessi orð
til sín; en hinir mega það, því til þeirra eru þau töluð.
Allir skilja, að það er þjóðarnauðsyn að auka kar-
töfluræktina, og hver veit nema »kreppan« þoki þessu
máli eitthvað í rétta átt, því neyðin er oft strangasti og
bezti kennarinn.
Það er illt að horfa á eftir krónunum, í hundruð þús-
unda tali, sem árlega »fara utan« fyrir kartöflur. Þær
láta aldrei sjá sig aftur. Svo langt er frá því, að við
getum fullnægt þeirri þörf, sem hér er fyrir kartöflur.
Og annað er jafn víst, að notkun kartaflna þyrfti stórum
að auka frá því sem nú er, á Islandi, því betri, hollari
og ódýrari fæðu en kartöflur, mun mönnum erfitt að fá.