Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 84
78
B Ú N A Ð A R R ] T
arfaplanta getur borið fræ svo þúsundum skiptir, jafnvel
tugum þúsunda. Fræið mun geta haldið frjóefnum sín-
um afarlengi, sennilega eigi skemur en 20—30 ár, ef
það er djúpt í jarðvegi. Arfinn þarf mjög stuttan tíma
til að þroskast. Hann er til svo að segja alstaðar á'
hnettinum, nema í hitabeltinu. I norðlægum löndum er
hann verstur viðureignar, einkum þar, sem veðrátta er
rakasöm og köld, eins og hún er víða hér.
Arfinn útilokar birtu og loft frá jarðveginum, og eyðir
næringarefnum hans, með því að færa sér þau í nyL
Það er skiljanlegt, að kartöflu-uppskera getur ekki orðið
mikil, þar sem græn arfabreiða hylur moldina um allan
vaxtartímann.
Að því er mig minnir, voru garðar almennt betur
hirtir fyrir 20—25 árum, en þeir eru nú. Mun sú aftur-
för í hirðingunni koma til af því, að þá var nóg um
vinnuaflið í sveitunum, nóg af fólki víðast hvar til að
reyta arfann, »lúa«, eins og það var nefnt. Þá var arf-
inn allur reyttur með berum höndum og garðar hreins-
aðir á þennan hátt tvisvar eða þrisvar á sumri. En sein-
leg var þessi aðferð og erfið. Svo þegar vinnufólks-
leysið fór að gera vart við sig, var ekki lengur hægt:
að hirða garðana á þennan hátt. Þeir urðu að sitja á
hakanum og arfinn óx þá víða óhindraður. Og nýjar
aðferðir til að vinna á arfanum voru ekki teknar upp í
staðinn. En það er það, sem þarf að gera, ef garðarnir
eiga að geta gefið arð, að taka upp fljótvirkari og
ódýrari og betri aðferðir við eyðingu arfans, en hætta
að mestu leyti að reyta hann með berum höndum. Nota
arfasköfu og skafa arfann á meðan hann er smávaxn-
astur, helzt þegar arfafræin eru nýspíruð. Æfinlega á
að skafa í sólskini, þegar þurrt er á. Þá deyr arfinn
fljótt, skrælnar í sólarbirtunni, og verður að engu. En
ef arfinn fær tíma til að þroskast, áður en skafið er,
þá verður hann oftast illviðráðanlegur. Ekki má skafa
dýpra en 1—2 cm. Hafi verið sett svo skipulega niður,.