Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 34
28
BÚNAÐARRIT
meðan þær eru að éta, binda þær eða klafa, annars
mundu þær misétast, því svo illt er samkomulagið og
ráðríkið mikið, að ein geitin getur ef til vill varið
garðann eða jötuna fyrir hinum öllum. í þessum bar- i
daga mundi og heyið slæðast niður í húsið. Eg vil láta
þess getið, að heyrt hefi ég að til sé, að geitur séu
hafðar lausar, en þá hirðingu hefi ég ekki þekkt. Einnig
hefi ég heyrt að til sé, að þær séu bundnar á afturfæti
við hæl, sem rekinn er niður við vegginn, aftan við þær.
Slík meðferð hlýtur að vera ill í mesta lagi.
Að klafa geitur á meðan þær eru að éta, og láta
þær svo vera lausar þess á milli, tel ég beztu aðferð-
ina; er það gert á þann hátt, að á milli garðastokks og
garðabands er negld spíta föst, og annari smeigt í
lykkjur, sem negldar eru með svo stuttu miliibili, að vel
rúmt sé um hálsinn, en þó svo þröngt að þær ekki geti
smeigt sér úr klafanum, því ef þær losna getur verið
hætta á að þær skaði hinar, sem fastar eru. Á garðanum
má ekki vera mjög þröngt, því þá geía þær náð til að
berja eða bíta hver aðra. — Þannig er hægt að hafa
þenna útbúnað, að með einu handtaki er hægt að klafa
þær allar. Ef um stóra hjörð er að ræða, er að þessu
flýtisauki við hirðinguna.
Fremur eru geitur túnsæknar, en þó einkum áfjáðar
að stökkva upp á hús og hlöður með torfþaki, og veldur
það skemmdum á þökunum. Og matjurtagarða sækja
þær í, séu þeir ekki vel girtir.
Samkvæmt mjólkurskýrslum bænda hér í Bárðardal
hafa fengist eftir hverja geit 100—200 lítrar að meðal-
tali á jörðunum. Þó þessi munar sé mikill, þá er hann
ekki meiri en á öðrum mjólkurpeningi og liggja til hans
margar orsakir. Geiturnar eru mjög misjafnlega mjólkur-
lægnar, landið misgott, hirðingin misjöfn og ekki alstaðar
jafn gott vetrarfóður og vetrarmjólkin mismikil, sem fer
eftir því, hver áherzla er á það lögð að láta þær mjólka
fram eftir vetrinum.
J