Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 30
24
B Ú N A i) A R R I T
er þeim fært frá, er þá um að gera að þeir séu sem
þroskamestir, því annars verða þeir mestu aumingjar
að haustinu. Kiðlingum sem ekki fæðast fyr en seinni
hluta maí, er venjulega lógað 2 — 3 vikna gömlum, ef
þá er kominn nógur gróður, svo geitin geti mjólkað
sæmilega gjaflaust.
Það fer mjög eftir vetrarfóðri og tíðarfari að sumrinu
hversu mikið geitur mjólka. Bezt mjólka þær í þurviðra-
plássum, enda þola þær illa vætur og úrkomu og kulda,
einkum um það leyti — í júlí — er þær ganga úr hárum.
Geitur eru mjólkaðar tvisvar á dag, og mjólka góðar
geitur oft 3—3Ú2 mörk í mál, fram um miðjan ágúst,
eða jafnvel til ágústloka, ef tíð er góð, en eftir það fer
mjólkurmagnið að minnka.
Ef geitur eiga að mjólka svo langt fram eftir vetri,
sem hægt er, þarf að gefa þeim með beitinni. Þegar
tíð kólnar og eftir að fer að snjóa, þarf að gefa þeim
inni. — Á heyskaparlitlum útbeitarjörðum er oftast hætt
að mjólka geitur nema einu sinni á dag í lok september-
mánaðar, og er því haldið áfram meðan tíð er góð, en
síðan hætl. Er það gert til þess að geiturnar geti fitnað
sem mest og séu sem bezt búnar undir veturinn. Þola
þær þá mikla vetrarbeit, og eru léttar á fóðrum. Þeim
geitum þarf venjuiega ekki að ætla meira en 1 hest af
heyi, ef það er taða eða töðugæft hey.
Geitamjólk er misjöfn að gæðum, eins og önnur mjólk,
en yfirleitt er hún nokkuð kostmeiri en kúamjólk, en
nær þó ekki sauðamjólk, hvorki að fitu- eða ostmagni.
Mun láta nærri að hún sé þar mitt á milli, en þó nær
sauðamjólk.
Sumir bændur gelda hafrakiðlinga á vorin og gera
úr þeim sauði, en það er með þá eins og geiturnar,
að þeir eru lengi að þroskast, og þurfa að verða 3 4
vetra, áður en þeim er lógað, en þá hafa þeir oft 30—
35 kg kropp og allt að 10 — 12 kg mör. Hafrar 4—6
vetra, geta haft 45 — 50 kg kropp og 15—20 kg mör*