Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 173
B U N A Ð A R R I T
167
rófum eða kartöflum — með 30—60 cm millibili, og
þannig sáð í raðirnar — eða grisjað í þeim — að þar
verði 20—30 cm milli plantna. Yfirleitt eiga við það
mjög hinar sömu ræktunaraðferðir sem við rófur eða
kál, og sennilega þarf það álíka mikinn áburð.
Auk þess að gefa af sér mikið fóður og holt — m. a.
vegna mikilla vitamina — er því og talið það til gildis,
að það sé sérlega vel til þess fallið, að gefa það með
heyi, eða öðru þurrfóðri, fyrst eftir að skepnur eru
teknar á gjöf, og þá einkum kýr, og svo hitt, að það
má láta það standa óslegið langt fram á haust, án þess
að það tréni og verði tormelt við það, svo að gefa má
það nýslegið jafnvel fram á vetur, því að reynsla þykir
fengin fyrir því, að það þoli jafnvel allt að 10° frost,
án þess að skemmast. En sé kálið frosið, verður vitan-
lega að þýða það, áður en það er gefið, og það er
ekki ráðlegt að gera í fjósinu — sem mörgum myndi
verða að grípa til — vegna þess, að þá er hætt við að
annarlegt bragð verði að mjólkinni. Það sama getur
og komið fyrir, ef mikið er gefið af því, en ekki er
talið að saki, þótt kúm séu gefin 20 — 30 kg á dag, af
nýslegnu kálinu, og dæmi eru talin til þess að kúm séu
gefin allt upp í 60 kg á dag. Kýrnar taka því vel þegar
í byrjun og sauðfé þó sennilega enn betur. En fyrir það
þarf að brytja kálið. — Meðal annars vegna þess hversu
mikil A og D vitamin eru í fóðurmergkálinu, er það talið
gott uppbótarfóður fyrir svín, einkum gyltur og grísi.
Svíar telja, að áburður þurfi að vera 200—300 kg
40 0/o kalíáburður, 400 kg 20°/o superfosfat, og allt upp
' 600 kg af þýzkum saltpétri, er sé borinn á í tvennu
íagi. Líklegt þykir þó að heppilegt sé að nota heldur
þvag en saltpétur, og skipta því þannig, að bera 50—
100 hl á, áður en sáð er, og álíka mikið strax þegar
búið er að grisja í röðunum eða um það bil sem það
mundi vera gert.