Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 31
B Ú N A Ð A R R I T
25
Geitur eru skemmtilegar skepnur og furðu vitrar.
Þær hænast fljótt að þeim, sem eru góðir við þær, og
eru mjög trygglyndar skepnur. Þær þurfa litla aðgæzlu,
því það má venja þær á að koma, þegar kallað er á
þær. Er það mikið hagræði um heyannjr, að þurfa ekki
að eyða tíma í að leita að þeim eða smala til mjalta.
— Þetta er það helzta, sem ég man í bili að segja
um geitféð og skal ég fúslega viðurkenna að það er
bæði lítið og í molum. En til þess að bæta úr því er ég
fús til að svara fyrirspurnum og gefa aðrar upplýsingar,
ef þurfa þykir og ég get.
b. Frá Páli Jónssyni, Stóruvöllum, Bárðardal:
Eg hefi verið beðinn að rita greinarkorn um geitfé,
til birtingar í »Búnaðarritinu«. Þótt ég finni mig lítt
færan til þess, svo vel sé, vil ég samt sýna lit á því,
þótt ófullkomið verði.
Margt bendir til þess, að í Þingeyjarsýslu hafi geitfé
verið allt frá landnámstíð. Hér í Bárðardal er all-líklegt
að sú búpeningsrækt hafi ekki lagst niður, því skógar
hafa hér verið víðlendir, en þeir eru mesta uppáhald
geitfjárins og á þeim hefir það lifað að mestu á vetrum,
þegar bærilega hefir fallið, en ekki hafa skógarnir rækt-
ast við það.
Lengra fram en til þess tíma, sem mitt minni nær,
get ég ekki skýrt frá geitahaldi hér í Bárðardal.
Fram að þeim tíma, meðan fráfærur á ám tíðkuðust,
voru geitur ekki nema á fáum bæjum. En þegar frá-
færur lögðust niður, tóku flestir bændur hér upp þá
búskaparaðferð að hafa geitur, því búin leyfðu ekki að
fjölga svo kúm, að næg mjólk væri handa heimilunum,
en geiturnar var hægt að fóðra á útheyi og súrsulli.
Þessi breyting á búnaðarháttum varð bændum ávinningur.
Til þess að hafa gott gagn af geitum, þarf að fara vel
með þær, ekki síður en annan búpening. Þær þurfa að