Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 167
B Ú N A Ð A R R I T
161
bótar, undir þær tilraunir, nokkur spilda af landi garð-
ræktarinnar, í skiptum fyrir álíka spildu af landi fóður-
ræktar. Við þetta kom það í Ijós, að hafrar, sem rækt-
aðir voru í garðræktarlandi, gáfu miklum mun meiri
eftirtekju, en sömu tegundir, ræktaðar í landi fóður-
ræktar, sem ekki hefir fengið eins mikinn áburð, eða
fullkomna vinnslu áður, eins og garðræktarlandið, og er
þó miklu betur á sig komið, og hefir gefið meira af sér
en almennt gerist um grasræktarland. Þetta sýnir, að
mikið skortir á að yrkjandinn — meðalmaðurinn í því
efni — leggi til af sinni hálfu, þau vaxtarskilyrði, sem
þarf til þess að þau svari til og séu samboðin þeim
vaxtarskilyrðum, sem náttúran sjálf leggur fram á móti
yrkjandanum. Þessi vanmáttur í ræktunarstörfum yrkj-
andans kemur líka greinilega fram í því, hvað túnin
gefa lítið af sér — ef miðað er við búnaðarskýrslurnar
— samanborið við það, sem margföld reynsla tilrauna-
starfseminnar og einstakra góðra jarðyrkjumanna sýnir.
Þótt ég bendi á þetta með fullri áherzlu, þá er ekki
þar með sagt, eða ætlast til, að menn fari að vinna
fóðurræktarlandið, eins og garðræktarland er bezt unnið,
eða sýna því á annan hátt samskonar aðbúð. — I töflu,
sem hér fer á eftir, verður sýnt hvað 2 umferðir á fóður-
ræktarlandi og 3 umferðir sömu hafrategunda á garð-
ræktarlandi hafa gefið, reiknað af ha, til þess að sýna
mismuninn, og hvað íslenzk mold getur gefið, þegar vel
er til hennar gert, og er það reyndar ekki meira en
það, sem hafrar gáfu af sér 1930 á fóðurræktarlandi.
En eins fyrir því sýnir munurinn á þessum 2 og 3 um-
ferðum hver áhrif meðferðin eða aðbúðin við mold-
>na hefir. — Áburður var nitrophoska, er samsvaraði
320 kg á ha, borið á 21/5. Auk þess var borið á trölla-
mjöl 9/7, til þess að drepa arfa, er enn sem fyrr, og
brátt fyrir þurrviðrin var allmikill, en lamaðist mjög af
tröllamjölinu. Þær tegundir, sem taldar eru í töflunni
undir nr. 1 — 8, fengu líka tröllamjöl, sem samsvaraði
n