Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 61
B U N A Ð A R R I T
55
Þetta afbrigði er ekki eins viðkvæmt fyrir jarðvegs-
tegund og sum önnur. Enskar tilraunir, frá 1920, gerðar
á 455 stöðum, í Englandi og Wales, undir eftirliti
landbúnaðarráðuneytisins, sýndu að »Kerrs Pink« gaf
mesta uopskeru af 15 afbrigðum, sem reynd voru, bæði
á sandjörð, moldarjörð og leirjörð. — Þessi eiginleiki
þessa afbrigðis er mikils virði fyrir okkur Islendinga,
sem getum ekki æfinlega valið kartöflum okkar það land
og þá jarðvegstegund, sem þeim hentar bezt, heldur
verðum oftast nær að rækta kartöflur í þeim jarðvegi,
sem fyrir hendi er á hverjum stað. — Kartöflur af þessu
afbrigði geymast ágætlega.
Vfir höfuð að tala, þá er það mín skoðun á þessu
afbrigði, að það sameini bezt flesta af þeim kostum,
sem krefjast verður af kartöfluafbrigði, sem rækta á
hér á landi. Dómur minn um það er á þessa leið:
Það er hraust gegn hinum alvarlegustu kartöflu-
sjúkdómum. Grasið hávaxið, þróttmikið, og þess
vegna auðveldara að hirða garðinn fyrir illgresi.
Það er harðgert og bráðþroska. Það gefur mikla
uppskeru og notagildi hennar er mikið. Kartöflurnar
eru fagrar að útliti og góð vara. — Þær eru bragð-
góðar og geymast ágætlega.
Margir hafa reynt þetta afbrigði, víðsvegar um landið,
og hefi ég ekki orðið annars var, en að nálega allir þeir
hafi verið mér samdóma um öll þessi atriði — að einu
undanskildu, því síðasta: bragðinu. En það er eins og
fyr var sagt, einn vill þetta, annar hitt. En kartöflur af
þessu afbrigði ná hér góðum þroska og verða því lausar
í sér og mjölvaðar — eins og kartöflur eiga að vera.
En Islendingar eru vanir hinum föstu, þéttu kartöflum,
og vilja þær því heldur. Þó er engan veginn svo að
skilja, að um þetta afbrigði séu allir samdóma, því fjöldi
manns tekur það, hvað bragð snertir, fram yfir önnur.
Mörg eru og dæmi þess, að þeir, sem ekki hafa fellt
sig við það í byrjun, hafi vanist við það undur fljótt.