Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 252
B Ú N A Ð A R R I T
24(5
granna þjóðanna. En þegar kemur til hinnar hagnýtu
þekkingar, þolum vér alls ekki samanburð við aðrar
norðurlandaþjóðir, enda er slíkt eðlilegt. Það er t. d.
alveg vafalaust, að danskir bændur eru yfirleitt mikiu
fróðari um sína eigin atvinnu en íslenzkir bændur um
sína o. s. frv. Hér hefir aldrei þróast sú verklega menn-
ing, er megnaði að skapa veruleg verðmáeti, er gengju
að erfðum og ykjust ættlið eftir ættlið. Fátæktin og fá-
mennið hefir til skamms tíma verið svo mikið, að mest öll
orka þjóðarinnar hefir gengið til þess að stríða við eld og ís
og önnur dagleg vándkvæði, sem hún hefir átt við að búa.
Eiginleg ræktunarmenning hefir heldur ekki verið til hér
á landi fyrr en á síðasta mannsaldri. Þess vegna hafa
ættirnar aldrei eignast neinn óðalsrétt í sínu eigin landi
og óðalshugsunin verið mjög sjaldgæf í sveitunum.
Ræktunarmenningin er meira bundin við túnræktina
en áveitur og engjarækt, með því sniði, sem þær eru
stundaðar hér á landi. Þetta er eðlileg afleiðing þess, að
túnræktin er yfirleitt fullkomnari ræktun (intensiv), en
ræktun votlendisjurta með áveitu ófullkomnari ræktun
(extenfiv). Það er óneitanlega meiri menningarbragur að
því að rækta og yrkja vel ræktúð vélfær tún umhverfis
hýbýli sín, en að heyja blautar eða hálfdeigar og stund-
um þýfðar mýrar út um hvippinn og hvappinn, jafnvel
þótt veitt sé á þær og grasið sé sæmilega björgulegt,
svo að eftirtekjan sé ef til vill ekki dýrari en af túninu,
Margir munu hins vegar gera lítið úr því, að hvoru sé
meiri menningarbragur, þeir munu vilja halda sér við
það að reikna í krónum og aurum, en við, sem >trúum
á túnræktina«, trúum ekki eingöngu á hana fjárhags-
lega, við trúum á hana sem meira menningarmeðal en
áveiturnar, allflestar. Þá trú viljum við gera að þjóðartrú,
en um leið skal það játað, að málið er að nokkru leyti
orðið metnaðarmál og tilfinningamál og sú hlið þess
liggur ef til vill utan við venjulegar rökræður og bú-
fræði. Látum svo vera, að aurarnir séu fyrir öllu og