Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 233
BÚNAÐARRIT
227
jökulalda) er fáir kílómetrar á lengd og liggur norður
frá hinum forna landnámsbæ Sæmundar hins suður-
eyska, á Geirmundarstöðum. Landslag sunnan við holt
þetta, einmitt þar sem bærinn stendur, bendir sterklega
á, að þar muni verið hafa skógarlaust í fornöld. Það
hefir því tæplega þurft að höggva rjóður fyrir hann,
en hann var ágætlega settur, þegar holtið norðan við
var víði vaxið; bæði var örstutt í skóginn og svo var
ágætt skjól að honum fyrir norðanátt. Auk þess hefir
skógur verið í fjallinu fyrir ofan, í sjálfri hlíðinni, en
máske ekki eins stórvaxinn. Sæmundur landnámsmaður
hefir því kunnað að velja sér aðstöðugott bæjarstæði,
og viðurkenning sú er því að verðleikum, sem fyrr hefði
átt fram að koma.
Einkennilegt er það, að fremst í Sæmundarhlíð er
Auðnir. Þar er þó grösugt land, engu síður en á öðrum
bæjum í þeirri sveit. Líklegt er, að þar hafi að mun
verið votlendara í fornöld en nú, og því hafi þar verið
skógarauðn nokkur. Þar hafi því verið kallað á eða at
Auðnum að öndverðu. Aðra skýringu finn ég ekki senni-
legri um nafnið, og hygg ég að sama gildi um fleiri
Auðnabæi landsins. Hitt örnefnið — Langholt — þann-
ig er það ritað í öllum handritum Landnámu — felur
vafalaust í sér skógarmerkingu, og er því góður vitnis-
burður um skóga þar í fornöld. Bæjarnafnið forna, Reyn-
isnes, vitnar vitanlega um, að þar hafi reynitré vaxið, og
er það því hið merkasta nafn í þessu sambandi; er mér
ókunnugt um fleiri nöfn, sem benda á reyniviðarskóga
hér í sýslu á söguöld. Þó er það áreiðanlegt, að reynir
hefir hér víðar vaxið. Örnefnið, Raftahlíð, er ljós vottur
um skóginn í Hólabyrðu, og sunnan undir honum hefir
staðið hof þeirra Hjaltdæla í fornöld. Öll hin nöfnin
styðja ágætlega ályktun þá, sem ég hefi dregið af jarð-
lýsingunum hér að framan og er því óþarfi að fjölyrða
um þau frekar. Því skal þó viðbætt, að á þeim stöðum,
sem skógnöfnin finnast, er nú að meira eða minna leyti