Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 198
BÚNAtíA R 111 T
1. Þá, sem geta fengið 15 aura eða meira fyrir hver
mjólkur lítra. — Allir í þessum flokki eiga að reyna
að fóðra sínar kýr þannig, að þær á hverjum degi
fái sem allra næst því, og helzt alveg eins og þær
þurfa, sér til viðhalds og til afurðamyndunar. Fóður-
reglan, sem þessir bændur eiga að fylgja, er þessi:
»fóðra kúna eftir nythæðinni*.
Þessum bændum má aftur skipta í undirflokka:
a. Þá, sem hafa nægilega töðu, og þurfa ekki að
spara hana, nema að því leyti sem æfinlega á
að spara alla óþarfa eyðslu. Þeir eiga að gefa
sínum kúm eins mikið af töðunni og þeir fá þær
til að éta, og þeim telst til að þær þurfi. Mjólki
kýrin nú svo mikið, að hún geti ekki fengið fóður-
þörf sinni fullnægt með tómri töðu, þá á bónd-
inn alveg tvímælalaust að kaupa fóðurbætir, til
að fullnægja því skilyrði að gefa kúnni eins og
hún þarf, eftir nytinni og fitumagninu.
Sé nú ekki þekkt viðhaldsfóðrið, má ætla kúnni
7 kg á dag eða 14 vegnar merkur í mál. Til af-
urða má ætla að kýrin þurfi rúmlega 1 mörk
af töðu fyrir hverja mörk af mjólk, sem hún
mjólkar. Kýr, sem t. d. mjólkar 15 merkur
í mál, af meða.feitri mjólk, þarf um 14 + 15 =
29 merkur, 141/2 pund, eða liðug 7 kg í mál af
sæmilegri töðu. Mjólki hún meira, fæst hún sjaldn-
ast til að bæta við sig þurri töðu, og þá verður
að kaupa fóðurbæti. Að það borgi sig, sér hver
maður, er hann hugleiðir að hann fær 2,5 kg af
mjólk fyrir fóðureiningu, sem kostar 25 aura eða
þar um bil. En hann á aldrei að gefa meira en
kýrin þarf. Aldrei að gefa henni til þess »að
drífa hana upp«, þá er hann kominn upp fyrir
það sem kúnni er eðlilegt, og þá fer hann að fá
minna en 2,5 kg af mjólk fyrir fóðureininguna í
afurðafóðrinu.