Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 29
BÚNAÐARRIT
23
Fékkst á þann hátt — allt fram að aldamótum — mjög
ódýr mjólk að sumrinu, því að geiturnar fengu að mestu
að sjá um sig sjálfar að vetrinum, ef ekki var því harðara.
__Geitfé hér er mjög líkt norsku geitfé, einkum geitfé
frá Hallingdal, þó get ég trúað að geitfé hér sé stærra.
Eru margar geitur hér mjög langar, en fremur þunn-
vaxnar, þykir það mjólkureinkenni, en fóðarfrekar eru
tær geitur á vetrum.
Flestar geitur hér eru hyrndar, en til eru þó kollótfar
geitur, og eru flestar hvítar. Annars eru geitur hér alla-
vega litar; svart-, grá- og gulhöttóttar, hvítar, golsóttar,
flekkóttar, skræpóttar o. s. frv.
Þar sem geitfé er aðallega haft vegna mjólkurinnar,
er vitanlega lögð áherzla á, að ala að eins upp undan
nythæztu geitunum, og á þann hátt smá bæta stofninn,
enda hefir nythæðin aukisi nokkuð, hina síðustu áratugi,
en þar kemur líka til greina bætt meðferð.
A skattaskýrslum hér í Oxarfirði er meðalnythæð geita
talin 100 lítrar, en mun vera nokkuð hærri og sum-
staðar 150 1 og þar yfir, og jafnvel allt upp í 200 I að
meðaltali, ef um fáar geitur er að ræða og allar full-
orðnar. Geitur eru lengi að þroskast og ná sjaldan
fullri nythæð fyr en 4 vetra, en halda sér vel og mjólka
nokkuð jafnt til 10 — 11 ára aldurs, en eftir það faru
þær að mjóika minna, enda eru þær sjaldan látnar
verða eldri en 13 — 15 vetra.
Burðartími geita hér um slóðir er venjulega 1.—15.
niaí. Eru þær geitur látnar bera fyrst, sem ala á undan,
svo kiðlingar nái sem mestum þroska og aldri, áður en
þeim er fært frá. Meðan lítill er gróður að vorinu
mjólka geitur sjaldan meira en handa kiðlingunum, en
eftir að góður gróður er kominn, þarf að mjólka þær
nieð. Margir hafa þann sið, að stía geitum í viku til
hálfan mánuð fyrir fráfærur, er það einkar gott vegna
l<iðlinganna, því þá taka þeir minna að sér, þegar þeim
€r fært frá. — Þegar kiðlingarnir eru 6 — 8 vikna gamlir