Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 59
B Ú N A Ð A R R I T
53
Þá eru einnig til hér, og víða ræktuð, ýms hvít kar-
töfluafbrigði, sem ekki er mögulegt að vita rétt — og
stundum engin — deili á. Þau munu víða vera til komin
á þann hátt, að þegar úlsæðisvöntun hefir verið á vorin,
þá hafa erlendar matarkartöflur verið keyptar í búðum
og settar niður. Hafa þær oft reynst vel, einkum á fyrsta
og öðru ári. En þær virðast yfirleitt vera mjög næmar
fyrir kartöflusýki. — Vafalaust hygg ég, að flestar þessar
hvítu og flötu kartöflur eigi rót sína að rekja til þeirra
afbrigða, sem algengust voru, og eru sumstaðar enn, í
nágrannalöndunum. En það eru einkum »Magnum bon-
um«, að uppruna enskt, og eru um 60 ár síðan það
afbrigði kom fram. Ennfremur »(Jp to date« (op tú deit),
sem kom fram um aldamótin og náði mikilli útbreiðslu.
Þessi tvö afbrigði voru víðast ræktuð til matar, og þóttu
einkum góð seinni hluta vetrar.
Einnig mun, meðal þessara afbrigða, vera eitt:
»Richters Imperator«, sem er oft mjög stórvaxið, og
víst um 50 ár síðan ræktun þess hófst. Erlendis er þetta
afbrigði einkum ræktað til kartöfluiðnaðar, sterkju- og
vínanda-framleiðslu, en ekki talið þar til matar-kartaflna.
En auk þessara afbrigða getur vitanlega verið um
mörg önnur að ræða, meðal þessara áðurnefndu hvítu,
flötu kartaflna.
Þá verður hér sagt nokkuð frá þeim kartöfluafbrigð-
um, sem flutt hafa verið hingað hinn sfðasta áratug, og
bezt hafa gefist. Að mínum dómi standa einkum hin
nýju ensku og skotzku afbrigði framarlega til ræktunar
hér á íslandi.
Kerrs Það er frá Skotlandi. Flutt hingað til lands
Pínk. 1920, ásamt öðrum enskurn og skotzkum
kartöfluafbrigðum, sem gjöf frá Landbúnaðar-
háskóla Norður-Skotlands. Gengur hér oftast undir
nafninu »Eyvindur« eða »Eyvindar kartafla«. Kartöfl-
urnar eru oftast kringlóttar, dálítið flatþrýstar; einstöku