Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 249
B Ú N A Ð A R R I T
243
tækar umbætur í búnaðinum, sé lokið laust eftir alda-
mótin. Þá hefst nýtt tímabil. Tímabil hinna fyrstu átaka,
til þess að hefja túnræktina til öndvegis, mismunandi
ákveðinna og mismunandi samstiltra átaka. Og um leið
að nokkru leyti tímabil mistaka og vonbrigða. Það tíma-
bil tel ég nái til 1920. Aðstöðurnar voru nú orðnar
mikið betri en áður var, möguleikar til verulegra breyt-
inga voru að smá-skapast. Það mun ekki fjarri sanni
að segja, að byrjun þessa skeiðs markist af hinum nefndu
Isafoldar-greinum Björns Jenssonar og athöfnum Páls
Briem amtmanns til að endurbæta búnaðarfræðsluna og
stofna Ræktunarfélag Norðurlands. Túnræktartilraunir
R. N. voru býsna róttækar, strax frá upphafi. Að síðar
varð hlé á, stafaði mest frá utan að komandi áhrifum.
En hlé stríðsáranna gaf mönnum kost á, að melta þá
byrjun, sem gerð var, og átta sig eftir þau mistök, sem
skeð höfðu. Jarðvegurinn var undirbúinn undir meiri
breytingu, sem hefst fyrir alvöru mitt í kreppunni 1921
og upp úr henni.
Frá 1920 er þeim alltaf að fjölga, sem líta á túnrækt-
arumbæturnar sem stefnuatriði, sem grundvöll búnaðar-
ins. A langsamlega öllum þorra jarða um land allt á
túnræktin, að þeirra dómi, að vera aðalatriði. Frá því eru
aðeins tiltölulega fáar undantekningar. Aveitur og engja-
notkun eiga aðeins að vera hjálparatriði víðast hvar,
sumstaðar til frambúðar en víðast ekki nema um tíma-
bundna nánustu framtíð. Hér þarf ekki að telja upp,
hverjar ástæður séu til þess, og hverjar breytingar valdi
því, að þetta er nú frekar framkvæmanlegt en á dögum
Björns í Sauðlauksdal, Jóns Sigurðssonar, eða jafnvel á
fyrstu árum bændaskólanna. Aðstöðurnar eru gerbreytt-
ar, þjóðin hefir nú meira handa á milli, meiri þekkingu,
rneiri samgöngur, meiri viðskifti: meiri tæki og ný fram-
leiðslumeðul eins og t. d. tilbúin áburð o. s. frv.
Það er mikið verkefni að skilgreina til fulls ræktun-
arhug okkar og stefnu, sem »trúum á túnræktina*.