Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 256
B Ú N A Ð A R R I T
250
verulegs skilnings, miðaðar við það bezta sem þekkist,
og varanlegast hefir reynst, af áveitum hér á landi.
Þegar þess er gætt, að ekki er gerður greinarmunur á
varanlegum ræktunaráveitum og skammærum ránáveitum,
þá er engin von til þess að ljóst sé, hve rnikið sé rétt
og ráðlegt að leggja í kostnað við hinar síðarnefndu.
Slíkt verður heldur ekki sagt, svo það sé nálægt því
rétta, nema með ítarlegri athugun og mati á allri að-
stöðu, og þó má alltaf búast við að ófyrirsjáanlegar að-
stöðubreytingar og sveiflur geti truflað réttdæmi í þessu
sem öðru. Við túnræktarmennirnir lítum yfirleitt svo á,
að þegar um áveitur sé að ræða, sem vissar eða veru-
legar forsendur bendi til að séu ránáveitur, en ekki
varanlegar jarðabætur, þá eigi að fara mjög varlega í
að binda fjármagn og framkvæmdagetu í þeim, langtum
varlegar en gert hefir verjð. Þær séu því að eins rétt-
mætar, að tilkostnaðurinn sé raunverulega mjög lítill,
miðað við notin, og að hann sé ekki miðaður við langa
framtíð. Stærri fjárfrek fyrirtæki af þessu tægi eiga alls
ekki rétt á sér. Það þarf að vera ófrávíkjanleg regla
að hægt sé strax, eða án verulegrar biðar, að nota að
fullu þann, ef til vill skammæra, heyauka og hagnað,
sem áveiturnar gefa. Ennfremur þarf sú notkun að stefna
ákveðið að því, að greiða götu varanlegri umbóta, s. s.
vandaðrar túnræktar. Það má vel verða, ef aukinn hey-
afli, fenginn með ránáveitu, er notaður til þess að fjölga
fénaði, eða bæta fóðrun hans, og sá áburður sem eftir
fénaðinn fellur er vel hirtur. Skapast þá möguleikar til
meiri túnræktar, en ella yrði framkvæmd, með heima-
fengnum áburði. Sé þessa ekki gætt, er hætt við að
skammærar ránáveitur verði að eins krókaleið fyrir van-
ræktar keldur, sem betra hefði verið að ganga beint að
að brúa, með því að hverfa rakleitt að aukinni og bættri
túnrækt. — Við viljum engan veginn draga úr né neita
stundargildi miður varanlegra áveitna, ef þær verða fram-
kvæmdar með vel hóflegum tilkostnaði og án þess að