Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 50
44
BÚNAÐARRIT
ræktaðar kartöflur á 2500 fermílum lands. Væri það
alllaglegur blettur, ef allt væri komið saman í eitt. Ekki
er mér kunnugt um stærð kartöflulandsins í heiminum
nú. En tala kartöfluafbrigða var um aldamótin talin um
1000.
Um allan heim er varið geysimiklu fé á ári hverju,
til þess að kynbæta kartöflurnar og framleiða ný af-
brigði, svo að kartöfluafbrigðum fjölgar afarmikið árlega,
þó að mestur hluti hinna nýju afbrigða, sem ekki reynd-
ust betur en þau, sem áður voru til, falli fljótt r
gleymsku aftur.
I einni utanferð minni kom ég á tilraunastöð, þar
sern nær eingöngu er fengist við kartöflutilraunir og
lögð mikil stund á að framleiða ný afbrigði. Unnið er
með 4—500 afbrigði á hverju ári. En enda þótt unnið
væri með mestu nákvæmni og afarmiklum kostnaði, þá
hafði þó ekki enn tekist að framleiða afbrigði, sem var
betra en það, sem bezt var þegar byrjað var. Sýnir það
hve erfitt er að fást við kartöflukynbætur, jafnvel þar
sem skilyrði eru góð og efni nóg í kostnaðinn.
En af öllum þeim aragrúa af kartöfluafbrigðum eru
þó að eins tillölulega fá þeirra, sem hafa náð útbreiðslu
og sem eru almennt ræktuð.
Kartöfluafbrigðin má greina hvert frá öðru á rnarg-
víslegan hátt; við hæð »grasanna« og hvernig þau grein-
ast, lit og lögun stönglanna. Einnig er talsverður munur
á lögun og lit og á stærð blaðanna sjálfra, blómafjölda,
lit þeirra, stærð og angan.
Þá er munurinn ekki minni á þeim hluta jurtarinnar,
sem neðanjarðar er.
Kartöflurnar geta verið allavega lagaðar og margvís-
lega litar: hvítar, gular, bleikar, rauðar, bláar, og oft
svo dökkar að þær verða nærri því svartar. Þær eru til
aflangar sem fingur manns, og algerlega hnöttóttar,
ávalar, flatar o. s. frv. Stærðin er mjög mismunandi,
sum afbrigðin bera færri, en stærri kartöflur, en önnur