Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 82
B Ú N A Ð A R R I T
76
þegar grös væru komin upp í görðunum. Nú er ólíkt
hægara um vik, að bera þessa »þrígildu« áburðartegund
á, rétt áður en moldin er unnin á vorin. Og vita þá, að
ekkert af þessum lífsnauðsynlegu efnum vantar. I 100 kg
af Nitrophoska er álíka mikill næringarforði eins og í
100 kg af saltpétri, 100 kg af súperfosfat og 50 kg af
kalí. — Það munar miklu, þar sem samgöngur eru
erfiðar og dýrar, að þurfa nú einungis að flytja inn 100
kg af tilbúnum áburði, í stað þess að flytja inn 250 kg
áður, til þess að fá sama næringarmagn handa jurtun-
um. Til eru tvær tegundir af Nitrophoska. 1 annari þeirra
er klórsúrt kalí, en í hinni er kalíið brennisteinssúrt.
Það er kunnugt, að kartöflujurtinni er ekki um klór-
efnasambönd, og því ætti að vera heppilegra að nota
þá tegund Nitrophoska, sem hefir í sér brennisteinssúra
kalíið. Hins vegar er margföld reynsla fyrir því, að hin
tegundin reynist einnig ágætlega í kartöflugarða.
Til þess að tilbúinn áburður komi að notum, þarf að
dreifa honum sem bezt og jafnast yfir, svo að rætur
nytjajurtanna hitti áburðinn fyrir, hvar sem þær smjúga
um moldina. — Varizt að strá tilbúnum áburði þétt í
kringum hverja plöntu, því að þá kemur hann ekki að
fullu gagni, og getur jafnvel orðið skaðlegur.
Ekki er hægt að gefa ákveðnar, algildar reglur um
áburðarnotkun, hve mikið skuli bera á, á hverjum stað,
því að það er svo mjög undir jarðvegi komið. Sum-
staðar myndi vel reynast að gefa »ábætir« af einhliða
áburðarefnum, þar sem húsdýraáburður er notaður. Það
er víða kunnugt að fosfórsýruáburður flýtir fyrir þroska
og bætir bragð kartaflna, og talið að hann megi með engu
móti vanta, ef menn vilja fá góðar matarkartöflur; en
það ættu allir að vilja. En eiginlega þyrfti hver sá, sem
stundar kartöflurækt, að gera smá áburðartilraunir, til
þess að fá bendingar um, hvað við eigi hjá honum.
Nitrophoska og húsdýraáburð á að bera á, rétt áður
en stungið er eða plægt á vorin, og um húsdýraáburð-