Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 221
B UN A t) AERI T
215
Jarðabók þá, sem við þá er kennd, og er það lang-
víðtækasta og fróðlegasta jarðabók, sem samin hefir verið
um jarðir á íslandi. Abúendur og eigendur jarðanna lýstu
sjálfir jörðum sínum, en þeir félagar skrifuðu upp allt,
sem einhverju máli skipti. Vert er að hafa það í huga,
að bændur gerðu sízt of mikið úr kostum og hlunnind-
um jarða, og bera lýsingarnar þess glögg merki. Munu
nienn hafa óttast það allmjög, að nýbreytni þessi yrði
til að hækka mat á jörðum, og þar af leiðandi land-
skuldir og opinber gjöld, en landsmenn voru þá svo
vesælir fjárhagslega, að þeir máttu ekki við neinu slíku,
enda var þá nýlega um garð gengin svæsin manndauða-
plága, stóra bólan, sem drap mörg þúsund manna,
og lagði fjölda margar jarðir í eyði, víðsvegar um
landið1)-
Jarðabók þessi er nú nálega 230 ára gömul, og skal
nú hér birt, í einu lagi, $krá yfir þær jarðir í Skaga-
firði, sem þá voru ekki ger-reittar og eyddar að skógar-
hríslum. En þær leifar sanna það alveg ótvírætt, að þar
hafi skógar verið á landnámstíð. Ennfremur skulu þær
jarðir íaldar með, sem áttu þá »bjarglegt hrísrif*, því
að það er einnig glöggur vottur um eydda skóga, þar
sem hríslendi er, og svo má ganga að því vísu, að all-
margir hafa talið að eins hrísrif í landi jarða sinna, þar
sem var lágvaxið og hríð-þverrandi birkikjarr, en lyng
og hrís komið í staðinn. — Ég tek þetta orðrétt við
hverja jörð, því að það 'bregður bjartara ljósi en nokkuð
annað, yfir aðal-orsakir til eyðingar skóganna hér á Iandi.
Mun notkun skóganna hafa verið slík annarsstaðar, eins
og jarðabókin ber með sér.
Ég fer eftir bæjatalinu í bókinni sjálfri og byrja þá
á Skaga:
1) Þeir Arni og Páll ferðuðust um Skagafjarðarsyslu 1709,
en tveim árum fyrr geysaði bólan, og bættisl hún ofan á aftaka
harðindi, er gengið höfðu fyrir og eftir aldamótin.