Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 316
,‘510
BÚNAÐARRIT
efni en 5558 með dönsku bóluefni. Heifa má að engin
kind dræpist af bólusetningu, hvorki af þeim er bólu-
settar voru með því innlenda eða því danska. Þó eru
til dæmi um kind og kind af hvorutveggja, en þar sem
þau eru einstök og sárafá, verða þau ekki aðgreind hér
frá því, sem drapst úr pest eða eftir að bólusett
var, enda sést þá bezt samanburðurinn, þegar það er
tekið saman.
Ollum þeim 500 fjáreigendum. sem sent hafa skýrslu
um reynslu sína, vil ég þakka fyrir fyrirhöfnina. Með
því hafa þeir sýnt að þeir hafa áhuga á málinu, og að
þeir vilja hjálpa til þess, að hægt verði að búa til hér
á landi bóluefni, sem verði nokkurnveginn örugt til að
verja fé fyrir pest. Hinum sem engar skýrslur hafa sent
hef ég ekkert að þakka. Ég býst við að það sé meira
af skilningsleysi, og ef til vill af undandráttarsemi, en
því að þeir vilji ekki hjálpa til við það, að fá búið til
bóluefni, sem örugt reynist við bráðafárinu. Þess vegna
vona ég líka að ég megi þakka fleirum að ári, því,
því aðeins er þess að vænta að hér verði gert gott bóluefni,
að þeir sem að því vinna, geti fylgst með í því hvernig
það reynist, en það er ekki hægt nema með því að
bændurnir segi frá því, með því að útfylla skýrslurnar og
senda þær svo, t. d. til mín.
Samanburðurinn á reynslu innlenda efnisins í fyrra,
og þess danska, sést af skýrslunni. Það drapst úr pest
eftir að búið var að bólusetja 0,55°/o af því fé sem bólu-
sett var með innlenda efninu, en 2,4°lo af því sem bólu-
sett var með danska efninu.
Innlenda bóluefnið hefur því reynst öruggara en það
danska.
A nokkrum stöðum var fyrst bólusett með dönsku
efni, en þegar pestin hélt áfram að drepa, var fengið
innlent bóluefni og tók þá fyrir hana (Skagaströnd,
Dalir og víðar).
Ef ekki hefur drepist meira af bólusettu fé hjá þeim,