Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 108
102
BUNAÐARRIT
og því orðið ódýrara að afla heyja, en vegna iöðu-
breslsins í sumar kom þetta ekki að liði víða á land-
inu nú í ár. — Sauðfjárræktin hefir því borið sig mjög illa
sem heild, og árið 1931 verður, hvað sauðfjárræktina
snertir, þegar á allt er litið, að teljast eitthvert hið
óhagstæðasta sem komið hefir í áratugi.
Aftur var gelt þó nokkuð af lömbum í vor, og fór
sem í fyrra, að skrokkar þeirra reyndust öruggari til
þess að ná i fyrsta flokk. En þó er hæpið að segja,
að næg reynsla sé fengin í þessu efni enn. En það
verður að rannsakast betur.
Lungnadreps varð vart á nokkrum stöðum. Var fengið
bóluefni og féð bólusett, og reyndist það góð vörn,
Ættu allir þeir, sem geta búist við lungnadrepi í fé sitt,
að gera sér að reglu að bólusetja það.
Lungnaormar gerðu vart við sig á Héraði og drapst
ekki fátt fé af þeirra völdum.
Bóluefni við bráðafári var búið til og selt frá rann-
sóknarstofu Háskólans, af Níels Dungal, og reyndist það
til muna öruggari vörn en danska bóluefnið, sem áður
hefir verið notað mest, eða eingöngu, til 1929. Nú
reyndist íslenzka bóluefnið vel að því leyti, að ekki drapst
eftir bólusetningu, eins og nokkuð bar á haustið 1930.
Hrútasýningar voru haldnar í Gullbringu- og Kjósar-,
Snæfellsnes- og Hnappadals-, Dala-, Barðastrandar-,
Isafjarðar- og Stranda-sýslum. Undirritaður mætti á
þeim í Kjósarsýslu, Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu,
Dalasýslu, Strandasýslu — nema Bæjarhreppi — og
Norður-ísafjarðarsýslu fyrir norðan Djúp. — Á hinu
svæðinu mætti Gunnar búfræðiskandídat Árnason, fyrir
hönd Búnaðarfélags Islands.
Sýningin á Kjalarnesi var haldin að vorinu, en hinar
allar að haustinu.
Sýningar voru haldnar í öllum þeim hreppum, er
óskuðu eftir þeim. En þeir voru allmargir hrepparnir,
sem ekki kærðu sig um heimsókn okkar í þessu skyni,
j