Búnaðarrit - 01.01.1932, Side 99
B U X A Ð ARRIT
93
líkamans fyrir þetta efni. Rannsóknir Hindhedes, og síðan
annara, hafa sýnt og sannað, að ekki þarf nema V6—!/5
af því, sem menn héldu áður að líkamanum væri nauð-
synlegt að fá af þessu efni, til þroska og viðhalds. Þess
vegna er nú — ef menn fara eftir kenningum hans —
ódýrara að lifa en áður, og menn þurfa ekki að óttast
»vanfóðrun« fyrir sig eða sína, ef þeir að eins hafa nóg
af góðum kartöflum.
Nú er lífsnauðsyn fyrir hverja þjóð, fyrir hvern ein-
stakling, að framleiða sem mest af því sjálfur, sem hann
þarf sér til lífsviðurværis. Eitt af því, sem nauðsynleg-
ast verður að telja »til lífsins* eru góðar, vel þroskaðar
kartöflur. Enginn þarf að svelta meðan þær eru til, og
þær er mögulegt að framleiða víðast hvar á voru landi,
þó að skilyrði til kartöfluræktar séu misjöfn í hinum
ýmsu landshlutum. En í flestum sýslum á landinu geta
kartöflur vaxið við hvers manns dyr. A þær er óhætt
að treysta, ef vel og mannúðlega er með þær farið,
eins og aðrar lifandi verur. Bætt heilsufar, aukin vel-
l'ðan og betri hagur myndi af því leiða, ef menn sýndu
þeim meiri nákvæmni og nærgætni en almennt er gert,
og ykju jafnframt notkunina, frá því sem nú er, á ís-
lenzkutn heimilum. — En af því framanskráða læt ég
hvern búanda um það, að reikna út, hvað hann þurfi
að leggja marga dilkaskrokka í bú sitt, á móti 1 tunnu
af góðum, vel þroskuðum kartöflum.
Ekki er gott að gera sér grein fyrir notkun kartaflna
á íslenzkum heimilum, og það af ýmsum ástæðum.
En víðast, þar sem ég þekki til, er notkun þeirra
allt of lítil. En eins og áður er sagt, um næringargildi
þeirra, má sjá að óhætt er að treysta á kartöflurnar til
lífsviðurværis, og óhætt að auka notkunina mikið.
Þó veit ég um einstöku heimili, þar sem kartöflur
hafa verið aðal-fæðan. Mér er fast í minni um gamla
bóndann, sem til min kom eitt sinn, er ég hafði lokið
við eina prédikun um ágæti kartaflna, og sagði: »Ég