Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 159
B Ú N A Ð A R R I T
153
Allir reitirnir í tilrauninni fá fosfórsýru- og kalí áburð,
álíka og í öðrum tilraunum með tilbúinn áburð. Reitir
nr. 1 fá svo ekki annan áburð, en aðrir reitir þær teg-
undir köfnunarefnisáburðar sem taflan sýnir, og þannig
útmælda að jafn mikið er af köfnunarefni í þeim öllum.
Vaxtarauki þessara reita, umfram nr. 1, sýnir því hvað
fengist hefir fyrir köfnunarefnið og hvernig það hefir
reynst í þeim áburðartegundum, sem reyndar eru. Búast
mætti við að vaxtaraukinn færi vaxandi ár frá ári, eftir
því sem reitir nr. 1 eru lengur búnir að vera án köfn-
unarefnisáburðar. En við samanburð á vaxtaraukanum
nú og 1930 kemur í ljós, að nú hefir fengist minni
vaxtarauki fyrir köfnunarefnisáburðinn — og eftirtekjan
er nú öll minni en þá. Til þessa geta verið ýmsar or-
sakir, og skal hér bent á tvær: Önnur er sú, að vegna
veðráttunnar hafi áburðurinn ekki notið sín, en þetta
gæti líka komið til af því, að skortur sé orðinn á fosfór-
sýru og kalí þar, sem köfnunarefnisáburður hefir verið
borinn á, og eftirtekjan hefir verið mikil að undanförnu,
og fosforsýran og kalíið þess vegna gengið mikið til
þurðar. Hins vegar eru hlutföllin milli tegundanna svipuð
og 1930, að því undanskildu að Leuna-saltpéturinn er
nú lægri en þá, og Chili-saltpéturinn, sem þá var beztur,
er nú enn þá beztur.
Annarsstaðar, þar sem meiri skortur er á köfnunar-
efni en hér, verða áhrif köfnunarefnisáburðarins meiri,
en þau hafa orðið hér, og má vera að það stafi þá líka
að nokkru leyti af því, að þar sé hlulfallslega meira af
forfórsýru og kalí, enda mun svo vera í túnum, sem
aldrei hafa fengið annað en búfjáráburð.
VII c. Samanburður á nitrophoska (2) við venju-
iegan („normal“) skammt af saltpétri, superfosfati og
kalí (3), og þá skammta af þessum áburðartegundum,
Sem samsvara nitrophoska-skammtinum að verðmætum
efnum („eguivalent“ skammtur (4)).