Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 213
B L’ X A t) A H R r rr
207
Viðbætir.
Þar sem ég á kost á því, að Iáta nokkur orð fylgja
grein dr. Lotz um Karakul-féð vil ég gera það, þar sem
ég ella hygg, að greinin geti valdið nokkrum misskilningi.
Höfundur greinarinnar hyggur að ræktun karakul-fjár
muni geta orðið mjög arðsöm tekjugrein fyrir bændur
hér á landi. Vel má vera að svo geti orðið, en athug-
andi er þó í því sambandi, að lömb undan Karakul-
hrútum og okkar ám hafa reynst misjöfn hvað gæði
skinna snertir. ]ón Sæland, ríkisráðunautur Norðmanna,
hefir gert nokkrar tilraunir með þetta. Hann hefir bæði
fengið íslenzkt fé og Karakul-fé, og hann hefir tímgað
það saman. Sum skinnin af einblendingunum hafa reynst
ágæt, og þess eru dæmi, að tvö skinn af tvílembingum,
sem ærin drapst frá, viku fyrir burð, — en skinnin af
lömbunum nærri fullburða eru bezt —, seldust á 140
kr. bæði. En svo hafa aftur önnur verið svo gölluð, að
þau hafa selzt mjög lágu verði. Því er alveg óvíst
hvernig þetta kann að verða, og einblendingslömbin,
sem lifa til hausts verða minni og með verra keti en
venjulega er á okkar fé.
En ég hef haldið, að við sjávarsíðuna, þar sem margt
er tvílembt, og þar sem mikið ber á lambadauða á vorin,
t. d. af fjöruskögri, þar mundi það geta verið rétt að
nota Karakul-hrúta, svo að nokkurt verð fengust fyrir
skinnin af lömbunum, sem drepast. Og vegna þessa álits
míns var það meðal annars, að það var gengið inn á
það í lögunum um innflutning á sauðfé frá síðasta ári,
að leyfa innflutning á Karakul-hrútum, svo hægt væri
að ganga úr skugga um, hve arðsöm ræktunin yrði hér,
og hvert ekki mætti með hagnaði nota hana í þeim
héruðum, sem enn hafa ekki megnað að losa sig við
fjcruskögrið.
Vrði farið að rækta Karakul fé hér í stærri stíl, yrði
að fylgja með þeirri ræktun fráfærur. Og þá er ekki