Búnaðarrit - 01.01.1932, Blaðsíða 92
8(i
B U N A Ð AII U I T
útheimtir, eins og fyrr var sagt, alldýr tæki og mikla
nákvæmni um blöndun vökvans, og að það sé fram-
kvæmt á réttum tíma. Vilji einhverjir í þeim sveitum,
þar sem sýkingarhætta er, reyna það, þurfa þeir að
Ieita sér nánari upplýsinga um þetta atriði.
Hitt ráðið gegn kartöflusýkinni er það, að rækta að
eins þau afbrigði kartaflna, sem veita sýkinni mikið við-
nám, og það er það, sem ég er sannfærður um að hér
eigi að beita, í baráttunni við sjúkdóm þennan.
Eins og fyrr var getið, þá stóðu menn til að byrja
með, ráðþrota gegn sjúkdómi þessum, og var engu lík-
legra en að kartöflurækt öll myndi leggjast niður.
Hundruð og þúsundir manna urðu hungurmorða á Ir-
landi, um 1840—50, vegna þess að kartöflu-uppskera
brást af völdum veikinnar. En smátt og smátt kom
náítúran til hjálpar, á þann hátt, að menn tóku eftir því,
að kartöflugrösin sýktust ekki öll jafn mikið. Var þá
farið að velja þau grös til undaneldis, sem minnst sýkt-
ust, og á þenna þátt tókst loks að framleiða ýms kar-
töfluafbrigði, sem veittu sýkinni mikið viðnám. Og nú
eru til kartöfluafbrigði, sem eru að kalla alveg ómót-
tækileg fyrir þessa voða veiki, sem kartöflusýkin er,
Erlendis sjá menn betur og betur hve þýðingarmikill
eiginleiki þetta er, því ef kartöfluafbrigði er ómóttæki-
legt, að mestu, fyrir kartöflusýki, og gott að öðru leyti,
þá þarf engra annara ráða við. Eg er sannfærður um
að þetta er leiðin, sem okkur ber að fara hér á landi,
til að komast hjá skaða af völdum kartöflusýkinnar,
að rækta þau afbrigði, sem standast hana vel — og
ekki önnur.
En þeim, sem vilja rækta gömlu óhraustu afbrigðin,
er það vitanlega frjálst. En þeim ber þá eiginlega skylda
til að taka upp hitt vopnið í baráttunni gegn kartöflu-
sýkinni: að sprauta með blásteins- og kalkvökva einu
sinni eða tvisvar á sumri, t. d. síðast í júlí og svo aftur
fyrir miðjan ágúst.